Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 15. apríl 2019 14:30
Arnar Daði Arnarsson
Blikarnir stefna á að fá einn leikmann til viðbótar
Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks.
Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik stefnir á að styrkja sig með einum leikmanni í viðbót áður en Pepsi Max-deildin hefst eftir 11 daga. Þetta staðfesti Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks í samtali við Fótbolta.net.

Um helgina keyptu þeir miðjumanninn, Guðjón Pétur Lýðsson frá KA. Ágúst segir að félagið sé með nokkra leikmenn á blaði hjá sér.

Við viljum styrkja liðið enn frekar og við viljum fá leikmann sem styrkir byrjunarliðið. Það eru 2-3 nöfn á borðinu hjá okkur," sagði þjálfari Breiðabliks sem vonar að málin geti klárast sem allra allra fyrst.

„Af þessum þremur nöfnum er einn erlendur leikmaður og tveir íslenskir leikmenn," bætti Gústi við.

Blikar höfnuðu í 2. sæti, bæði í deild og bikar, á síðasta tímabili.

Komnir:
Kwame Quee frá Víkingi Ólafsvík
Viktor Karl Einarsson frá IFK Värnamo í Svíþjóð
Þórir Guðjónsson frá Fjölni
Guðjón Pétur Lýðsson frá KA

Farnir:
Arnór Gauti Ragnarsson í Fylki
Arnþór Ari Atlason í HK
Davíð Kristján Ólafsson í Álasund
Gísli Eyjólfsson til Mjallby (Á láni)
Oliver Sigurjónsson til Bodö/Glimt (Var á láni)
Ólafur Íshólm Ólafsson í Fram (Á láni)
Willum Þór Willumsson í BATE Borisov
Aron Kári Aðalsteinsson í HK (á láni)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner