mán 15. apríl 2019 15:50
Arnar Daði Arnarsson
Draumaliðsdeildin - Elías Már velur sitt lið
Draumalið Elías Más.
Draumalið Elías Más.
Mynd: Draumaliðsdeildin
Elías Már Ómarsson.
Elías Már Ómarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Draumaliðsdeild Eyjabita opnaði í síðustu viku og rúmlega 1100 lið eru nú þegar skráð til leiks.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Elías Már Ómarsson leikmaður Excelsior í hollensku úrvalsdeildinni er búinn að búa til sitt draumalið í leiknum.

„Hannes er kominn til Valsara og mun halda markinu hreinu í mörgum leikjum í sumar. Orri og Haukur Heiðar eru komnir heim og ég set þá saman í miðvörðinn. Það er ekki auðvelt að komast í gegnum þá. Birkir Már er alltaf með pláss í liðinu, hann kemur með hraða og reynslu."

Skagamenn á toppnum
Á miðjunni er Elías Már síðan með Björn Daníel Sverrisson leikmann FH sem er að koma heim eftir fimm ár í atvinnumennsku.

„Aron Bjarna er vinstra megin á miðjunni. Hann mun skora og leggja upp mikið í sumar. Hann getur gert eitthvað upp úr engu og gott að hafa þannig leikmann í liðinu," sagði Elías Már sem er síðan með Ásgeir Sigurgeirsson á hægri kantinum. Ásgeir er að koma til baka eftir erfið meiðsli en Elías Már treystir því að það hafi ekki áhrif á hann.

„Fremstu þrír munu allir skora nokkur mörk í sumar. Viktor er markavél og hefur sýnt það í fyrstu deild og hann er með gæði til að gera það í efstu deild líka. Björgvin hefur líka sýnt það að hann getur skorað og mun gera mikið af því í sumar. Svo er Tryggvi kominn heim frá Svíþjóð. Honum líður vel á Skaganum, fljótur og góður að klára færin sín."

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Sjá einnig:
Draumalið Öglu Maríu Albertsdóttur
Draumalið Olivers Sigurjónssonar
Draumalið Arnórs Ingva Traustasonar

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner