Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 15. apríl 2019 19:40
Brynjar Ingi Erluson
De Bruyne um Sterling: Hélt að hann væri typpahaus
Kevin de Bruyne og Raheem Sterling eru perluvinir
Kevin de Bruyne og Raheem Sterling eru perluvinir
Mynd: Getty Images
Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City á Englandi, las Raheem Sterling vitlaust er hann kom til félagsins frá Liverpool en þeir eru góðir vinir í dag.

Sterling og De Bruyne komu báðir til City fyrir tímabilið 2014-2015 en De Bruyne hafði þá verið hjá Wolfsburg í Þýskalandi á meðan Sterling kom frá Liverpool fyrir metfé.

De Bruyne hafði aðeins lesið um Sterling í ensku blöðunum og hélt að hann væri erfiður viðureignar en svo reyndist ekki. Þeir eru afar góðir vinir í dag.

Sterling hefur þurft að berjast við mikið mótlæti þá sérstaklega þegar það kemur að fréttum frá ensku pressunni.

„Þegar ég kom til Manchester City þá vissi ég ekki alveg hvað mér fannst um þennan Raheem Sterling. Ég hafði aldrei hitt hann og miðað við það sem ég hafði lesið þá hélt ég að hann væri allt annar karakter," sagði De Bruyne.

„Ég hélt ekki að hann væri slæmur náungi bara það sem ég hafði lesið í blöðunum þá átti hann að vera hrokafullur og því hélt ég að hann væri hálfgerður typpahaus eins og Bretarnir orðuðu þetta."

„Ég og Raheem urðum nánir því synir okkar eru fæddir á svipuðum tíma og eru alltaf að leika sér saman. Þegar ég horfi á þetta núna þá er hann allt öðruvísi en það sem blöðin voru að skrifa um hann og í sannleika sagt þá finnur þú ekki meiri öðling,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner