mán 15. apríl 2019 20:23
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikar kvenna: Breiðablik í úrslit eftir vítakeppni
Agla María Albertsdóttir skoraði fyrir Breiðablik í kvöld
Agla María Albertsdóttir skoraði fyrir Breiðablik í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Þór/KA 3 - 3 Breiðablik (Samanlagt 6-7 fyrir Breiðablik)
1-0 Arna Sif Ásgrímsdóttir ('45 )
1-1 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('47 )
2-1 Karen María SIgurgeirsdóttir ('53 )
2-2 Agla María Albertsdóttir ('79 )
3-2 Lára Kristín Pedersen ('90 )
3-3 Arna Sif Ásgrímsdóttir ('90, sjálfsmark )
Lestu nánar um leikinn

Breiðablik er komið í úrslit Lengjubikars kvenna eftir að hafa lagt Þór/KA að velli í vítakeppni í Boganum í kvöld.

Arna Sif Ásgrímsdóttir kom Þór/KA yfir undir lok fyrri hálfleiks áður en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir jafnaði metin í byrjun síðari hálfleiks.

Karen María SIgurgeirsdóttir kom Þór/KA aftur yfir á 53. mínútu en Agla María Albertsdóttir svaraði á 79. mínútu með góðu marki. Það var svo dramatík undir lok leiks er Lára Kristín Pedersen skoraði fyrir Þór/KA og útlit fyrir að liðið væri á leið í úrslit en þá varð Arna Sif fyrir því óláni að koma knettinum í eigið net.

Leikurinn fór í vítakeppni þar sem Blikar höfðu betur 4-3. Karólína, Agla, Hildur Antonsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir skoruðu allir úr sínum spyrnum fyrir Blika.

Breiðablik mætir Val í úrslitum A-deildar Lengjubikarsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner