Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 15. apríl 2019 22:32
Brynjar Ingi Erluson
Emery um rauða spjaldið: Ég sá ekki atvikið
Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal
Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal
Mynd: Getty Images
Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, var mjög ánægður með 1-0 sigurinn á Watford í kvöld.

Það virtist allt falla með Arsenal-mönnum í kvöld en Pierre-Emerick Aubameyang skoraði snemma leiks eftir slæm mistök Ben Foster áður en Troy Deeney var rekinn af velli fyrir að gefa Lucas Torreira olnbogaskot.

Watford var þrátt fyrir það að spila frábæran leik og Arsenal heppið að ná í þrjú stig í kvöld.

„Við vorum mjög öflugir og mikil barátta í okkur í dag en miðað við aðstæðurnar þá gátum við stýrt þessu betur. Við gerðum okkur ekki auðvelt fyrir að reyna að ná í annað mark," sagði Emery.

„Þegar staðan er 1-0 þá fá þeir tækifæri og einhver augnablik en þetta var aðallega í gegnum föst leikatriði. Þessi þrjú stig voru mikilvæg fyrir okkur."

Þegar Emery var spurður út í rauða spjaldið sem Troy Deeney, framherji Watford fékk á tíundu mínútu, þá sagðist hann ekki hafa séð atvikið.

„Ég sá ekki atvikið sem varð til þess að Deeney fékk rautt spjald," sagði Emery í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner