Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 16. apríl 2019 09:15
Elvar Geir Magnússon
Real vill Mane - Neres til Englands?
Powerade
David Neres skoraði gegn Juventus á dögunum.
David Neres skoraði gegn Juventus á dögunum.
Mynd: Getty Images
Denis Suarez.
Denis Suarez.
Mynd: Getty Images
Rafa Benítez.
Rafa Benítez.
Mynd: Getty Images
Mane, Pogba, Neres, Hazard, Coutinho, Benítez og fleiri koma við sögu í Powerade slúðrinu í dag. BBC tók saman.

Real Madrid er með tvær áætlanir fyrir kaup sumarsins. Önnur er með Eden Hazard (28) sóknarleikmanni Chelsea. Hin er 'lúxus' áætlun sem inniheldur Paul Pogba (26), miðjumann Manchester United, og senegalska landsliðsmanninn Sadio Mane (27) hjá Liverpool. (El Confidencial)

United hefur sagt umboðsmanni Pogba, Mino Raiola, að Real þurfi að borga 130 milljónir punda til að geta keypt franska landsliðsmanninn. (Marca)

Arsenal og Manchester United berjast um að kaupa David Neres Campos (22) frá Ajax. Chelsea og Everton hafa einnig áhuga á Brasilíumanninum. (Sun)

Philippe Coutinho (26), miðjumaður Barcelona, gæti orðið á lista Chelsea í sumar ef enska félagið fer ekki í kaupbann. Brasilíumaðurinn útilokar að fara til Manchester United. (Sport)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, vildi ekkert ræða um framtíð Coutinho á fréttamannafundi í gær. United mætir Barcelona á Nývangi í kvöld. (Manchester Evening News)

Stöðug nárameiðsli spænska miðjumannsins Denis Suarez (25) gætu hindrað það að hann verði leikmaður Arsenal til frambúðar. Suarez er hjá Arsenal á láni frá Barcelona. (Mail)

Newcastle United vonast til að ná samkomulagi við Rafael Benítez um framlengingu á samningi hans. (Newcastle Chronicle)

Newcastle, Arsenal, Everton og Manchester City hafa öll áhuga á Dwight McNeil (19) hjá Burnley. Táningurinn lagði upp bæði mörk Burnley í 2-0 sigri gegn Cardiff um síðustu helgi. (Star)

Manchester United er tilbúið að nýta sér 31 milljóna punda riftunarákvæði til að fá gríska varnarmanninn Kostas Manolas (27) frá Roma. (Leggo)

Juventus mun líklega skáka Manchester United í baráttunni um franska varnarmanninn Samuel Umtiti (25) hjá Barcelona. (AS)

Búist er við því að Shinji Okazaki (33), framherji Leicester, færi sig um set í sumar. Þessi japanski landsliðsmaður var hluti af hópnum hjá Leicester sem varð Englandsmeistari 2016. (Telegraph)

Patrick Vieira, fyrrum miðjumaður Arsenal og franska landsliðsins, er orðaður við stjórastarfið hjá Lyon. Vieira er stjóri Nice í dag. (Le Parisien)

Vincent Kompany (33), fyrirliði Manchester City, segir að hann verði áfram hjá félaginu á næsta tímabili. Miðvörðurinn verður samningslaus í lok tímabilsins. (TalkSport)

Inter hefur áhuga á Ilkay Gundogan (28) hjá Manchester City. (Tuttosport)

Manchester United, Juventus og Paris St-Germain hafa öll áhuga á portúgalska miðjumanninum Bruno Fernandes (24) hjá Sporting Lissabon. (A Bola)

Framtíð miðjumannsins Jody Clasie (27) hjá Southampton er í óvissu. Hollendingurinn er hjá Feyenoord á láni og var búist við því að hann færi alfarið til félagsins. Hann hefur hinsvegar verið í deilum við þjálfarann, Giovanni van Bronckhorst. (Independent)

Forráðamenn Juventus munu funda með kollegum sínum í Benfica til að ræða möguleg kaup á Joao Felix (19) sem á sér þann draum að verða liðsfélagi Cristiano Ronaldo. (AS)

Dwight Gayle (29), sóknarmaður Newcastle United, segir að hann geti séð sjálfan sig spila fyrir West Brom á næsta tímabili. Englendingurinn er hjá West Brom á lánssamningi. (Shields Gazette)

Arsenal gæti nýtt sér klásúlu í samningi alsírska miðjumannsins Ismael Bannacer (21) sem leikið hefur vel með Empoli. Bennacer var hjá Arsenal sem hefur rétt á að kaupa hann til baka. (Le10 Sport)

Rafael Camacho (18), leikmaður Liverpool, hefur skrifað á Instagram að hann sé sóknarmaður sem skori mörk en ekki hægri bakvörður. Portúgalinn lék í bakverði fyrir aðallið Liverpool fyrr á tímabilinu. (Express)

Steve Gibson, stjórnarformaður Middlesbrough, vill að rannsókn verði gerð á fjármálum Aston Villa, Derby County og Sheffield Wednesday. Hann telur að Championship-félögin hafi brotið reglur varðandi fjármál. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner