þri 16. apríl 2019 09:50
Elvar Geir Magnússon
Julian Brandt til Liverpool?
Julian Brandt er 22 ára.
Julian Brandt er 22 ára.
Mynd: Getty Images
Liverpool er tilbúið að nýta sér riftunarákvæði í samningi Julian Brandt, sóknarleikmanni Bayer Leverkusen. Þetta segir þýska blaðið Bild.

Brandt er með riftunarákvæði upp á 21,5 milljón punda sem er talin vera ansi lág upphæð miðað við gæði leikmannsins.

Real Madrid og Juventus eru einnig sögð horfa til klásúlunnar.

Liverpool hefur verið orðað við Timo Werner, sóknarmann RB Leipzig, en ólíklegt er að félagið fái bæði hann og Brandt til sín.

Samningur Werner í Þýskalandi rennur út sumarið 2020 en Leipzig vill líklega selja hann í sumar, í stað þess að eiga á hættu að missa leikmanninn á frjálsri sölu á næsta ári.

Talið er að Werner sé fáanlegur á 35 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner