Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 16. apríl 2019 14:16
Elvar Geir Magnússon
Valur lánar Rasmus í Fjölni (Staðfest)
Rasmus er kominn í Fjölni.
Rasmus er kominn í Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski miðvörðurinn Rasmus Christiansen hefur verið lánaður frá Íslandsmeisturum Vals í Fjölni sem er í Inkasso-deildinni.

Fjölnir leikur útileik gegn Leikni í Mjólkurbikarnum á morgun og er Rasmus kominn með leikheimild fyrir þann leik.

Rasmus er 29 ára og hefur verið hjá Val síðan 2015. Hann missti af stærstum hluta síðasta tímabils vegna fótbrots.

Ekki er vitað hversu lengi Rasmus muni verða hjá Fjölnismönnum á láni en hann verður allavega í mánuð til að byrja með, það er lágmarkslengd lánsdvalar.

Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, segir að það sé mjög góð lausn fyrir alla aðila að Rasmus fari á láni en hann hefur lítið verið með í vetur þar sem hann hefur verið að stíga upp úr meiðslunum.

Íslandsmeistarar Vals hafa gríðarlega breidd en hjá liðinu eru miðverðirnir Eiður Aron Sigurbjörnsson, Orri Sigurður Ómarsson og Sebastian Hedlund.

Valur tekur á móti bikarmeisturum Stjörnunnar í Meistarakeppni KSÍ á fimmtudagskvöldið. Á föstudaginn í næstu viku leikur Valur svo opnunarleik Pepsi Max-deildarinnar, gegn Víkingi Reykjavík á heimavelli.
Athugasemdir
banner
banner