Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 16. apríl 2019 16:27
Elvar Geir Magnússon
Andrea Mist í bandaríska háskólaboltann (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Miðjumaðurinn Andrea Mist Pálsdóttir er búin að skrifa undir hjá bandarískum háskóla, Arizona State.

Skólinn spilar í deild með mörgum af bestu háskólaliðum Bandaríkjanna.

Andrea hefur verið að spila hjá austurríska liðinu FFC Vorderland, á láni frá Þór/KA.

Hún varð Íslandsmeistari með Akureyrarliðinu 2017.

Andrea er fædd 1998 og lék í 1-1 jafntefli í vináttulandsleik Íslands og Suður-Kóreu á dögunum.

Það var hennar þriðji A-landsleikur en hún á fjölda leikja að baki fyrir U19 og U17 landsliðið.


Athugasemdir
banner
banner
banner