Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 16. apríl 2019 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin - Byrjunarlið: Jones, Smalling og Lindelöf
Byrjunarliðsmenn.
Byrjunarliðsmenn.
Mynd: Getty Images
Coutinho heldur sæti sínu í byrjunarliði Barcelona.
Coutinho heldur sæti sínu í byrjunarliði Barcelona.
Mynd: Getty Images
Frenkie de Jong er klár í slaginn fyrir Ajax.
Frenkie de Jong er klár í slaginn fyrir Ajax.
Mynd: Getty Images
Manchester United spilar gegn Barcelona á Nývangi í seinni leik liðanna í 8-liða úslitum Meistaradeildarinnar klukkan 19:00. Fyrri leikurinn á Old Trafford endaði 1-0 fyrir Barcelona.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United á góðar minningar frá Nývangi. Hann skoraði sigurmarkið þar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 1999 eftir ótrúlega endurkomu Man Utd gegn Bayern München.

Í kvöld vonast Solskjær til þess að búa til frábærar minningar á Nývangi sem knattspyrnustjóri.

Man Utd vann West Ham 2-1 um liðna helgi en frammistaðan í þeim leik var langt frá því að vera góð. Solskjær gerir fjórar breytingar frá þeim leik.

Lindelöf, Young, McTominay og Rashford koma inn í byrjunarliðið. Þrír miðverðir eru í byrjunarliði United. Ashley Young leikur væntanlega í vinstri bakverði, en það er spurning hver er í hægri bakverði.

Alexis Sanchez og Nemanja Matic eru á varamannabekknum hjá United.

Barcelona gerir eina breytingu frá fyrri leiknum á Old Trafford. Sergi Roberto kemur inn í byrjunarliðið fyrir Nelson Semedo.

Byrjunarlið Barcelona: Ter Stegen, Sergi Roberto, Pique, Lenglet, Alba, Busquets, Arthur, Rakitic, Coutinho, Messi, Suarez.
(Varamenn: Cillessen, Semedo, Umtiti, Vidal, Alena, Dembele, Malcom)

Byrjunarlið Man Utd: De Gea, Jones, Smalling, Lindelöf, Young, Fred, McTominay, Pogba, Lingard, Martial, Rashford.
(Varamenn: Romero, Dalot, Pereira, Matic, Mata, Sanchez, Lukaku)



De Jong klár í slaginn
Í hinni viðureign kvöldsins eigast Juventus og Ajax við á Ítalíu. Ajax hefur komið mjög á óvart í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Heldur ævintýrið áfram hjá hollenska félaginu?

Fyrri leikurinn í Hollandi endaði með 1-1 jafntefli.

Frenkie de Jong er klár í slaginn hjá Ajax. Hann var tæpur vegna meiðsla en spilar. Hjá Juventus byrja Dybala, Emre Can og Ronaldo.

Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:00.

Byrjunarlið Juventus: Szczesny, De Sciglio, Bonucci, Rugani, Alex Sandro, Pjanic, Matuidi, Emre Can, Bernardeschi, Dybala, Ronaldo.

Byrjunarlið Ajax: Onana, Mazraoui, Veltman, De Ligt, Blind, Van De Beek, Schöne, De Jong, Ziyech, Neres, Tadic.
Athugasemdir
banner
banner
banner