þri 16. apríl 2019 20:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Aron spilaði er Cardiff hélt spennu í fallbaráttunni
Aron Einar í baráttunni.
Aron Einar í baráttunni.
Mynd: Getty Images
Brighton 0 - 2 Cardiff City
0-1 Nathaniel Mendez-Laing ('22 )
0-2 Sean Morrison ('50 )

Cardiff vann bráðnauðsynlegan sigur þegar liðið mætti Brighton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Nathaniel Mendez-Laing kom Cardiff yfir á 22. mínútu og snemma í seinni hálfleiknum bætti fyrirliðinn Sean Morrison við marki fyrir Cardiff.

Brighton var sterkari aðilinn á lokamínútunum en náði ekki að koma boltanum yfir línuna. Sigur Cardiff því staðreynd.

Þetta er ótrúlega mikilvægur sigur fyrir Cardiff og gefur liðinu líflínu í fallbaráttunni. Cardiff er núna tveimur stigum á eftir Brighton, sem á þó leik til góða.

Aron Einar Gunnarsson lék 55 mínútur, en hann er á leið til Al Arabi í Katar eftir tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner