Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 16. apríl 2019 21:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Ligt: Var ekki fæddur síðast þegar við fórum í undanúrslit
Fyrirliði Ajax.
Fyrirliði Ajax.
Mynd: Getty Images
Matthijs de Ligt. Leggðu þetta nafn á minnið.

De Ligt er aðeins 19 ára gamall en samt er hann fastamaður í liði Ajax og hollenska landsliðsins. Hann er orðinn fyrirliði Ajax, sem er sögufrægt félag í Hollandi.

De Ligt var með fyrirliðabandið og skoraði sigurmarkið þegar Ajax sló út Juventus í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Árangurinn er ótrúlegur og þessi frábæri leikmaður átti erfitt með að finna réttu orðin í viðtali eftir leik.

„Þetta er furðulegt, ekki eðlilegt. Ég hef engin orð!" sagði De Ligt eftir sigurinn.

„Við höfum sýnt enn og aftur að við erum sterkir og að við getum gert stóru liðunum erfitt fyrir. Við erum búnir að slá út Real og Juventus, tvo Meistaradeildarkandídata. Við erum mjög stoltir, stuðningsmennirnir eru stoltir og borgin er stolt."

„Ég var ekki einu sinni fæddur síðast þegar við komumst í undanúrslitin," sagði De Ligt, sem er fæddur 1999. Ajax komst síðast í undanúrslitin 1997.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner