Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 16. apríl 2019 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Versta tap United í Evrópukeppni
Mynd: Getty Images
Manchester United er úr leik í Meistaradeildinni. Liðið átti ekki möguleika gegn Barcelona.

United tapaði fyrri leiknum á Old Trafford 1-0 og í kvöld var niðurstaðan 3-0 tap.

Þetta er stærsta tap Manchester United í sögunni þegar kemur að tveggja leikja einvígi í Evrópukeppni.

United hafði aldrei tapað með fjórum mörkum eða meira í tveggja leikja einvígi í Evrópukeppni, fyrr en í kvöld.

Eftir leikinn í kvöld sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, að það væri verk að vinna.



Athugasemdir
banner
banner