Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 17. apríl 2019 12:00
Arnar Daði Arnarsson
Meistaraspáin - Fara tvö ensk lið áfram í undanúrslit?
Meistaraspáin.
Meistaraspáin.
Mynd: Fótbolti.net
Liverpool mætir Porto.
Liverpool mætir Porto.
Mynd: Getty Images
Aguero og félagar þurfa sigur í kvöld.
Aguero og félagar þurfa sigur í kvöld.
Mynd: Getty Images
8-liða úrslitin í Meistaradeildinni klárast í kvöld með tveimur leikjum. Hefjast leikirnir báðir klukkan 19:00.

Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks og Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA eru sérfræðingar Fótbolta.net í Meistaradeildinni á þessu tímabili.

Fótbolti.net kemur einnig með sína spá en keppni er í gangi þar sem 3 stig eru gefin fyrir hárrétt úrslit og 1 stig fyrir rétt tákn.

Óli Stefán Flóventsson:

Porto 1 - 2 Liverpool
Porto skorar snemma og kemur einvíginu í uppnám en það verður bara að segjast eins og er að Liverpool eru bara fáránlega góðir og virðast bara ekkert vera að gefa eftir. Það er einfaldlega of mikill munur á þessum liðum og þetta einvígi nánast gönguferð í garðinum fyrir Bítladrengina. Salah er heldur betur kominn í gang og hendir í tvennu. Van Dijk verður síðan fyrir því óláni að skora sjálfsmark en það breytir litlu því Liverpool fer auðveldlega í gegnum þetta einvígi.

Manchester City 2 - 1 Tottenham
Þetta verður rosalegur leikur. Man City koma sér í 2-0 í fyrri hálfleik en hættan á útivallarmarki fer illa með þá ljósbláu. í lokin fær Tottenham víti sem Erikson skorar örugglega úr. Man City rétt nær að taka miðju áður en flautað verður til leiksloka og Tottenham fer áfram á mörkum skoruðum á útivelli.

Ágúst Þór Gylfason:
Porto 2 - 2 Liverpool
Fjörugur leikur en Porto þarf á sigri að halda og munu fara í opinn leik sem hentar vel fyrir Liverpool. Marenga skorar bæði mörk Porto en Salah og Mane fyrir Liverpool.

Manchester City 2 - 0 Tottenham
Gæði City verða ofan á í þessum leik. De Bryne með tvær stoðsendingar á Sterling og Silva.

Magnús Már Einarsson:
Porto 1 - 2 Liverpool
Liverpool klárar þetta einvígi með 2-1 sigri í Portúgal. Porto kemst yfir og hleypir spennu í þetta í smástund. Mane og Salah klára hins vegar dæmið og Liverpool mætir Barcelona í undanúrslitum.

Manchester City 2 - 0 Tottenham
Manchester City hefur verið á miklu flugi og gerir það sem þarf til að komast áfram í kvöld. 2-0 heimasigur tryggir sæti í undanúrslitum þrátt fyrir hetjulega baráttu Tottenham.

Staðan í heildarkeppninni:
Gústi Gylfa - 14 stig
Óli Stefán - 12 stig
Fótbolti.net - 12 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner