Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 17. apríl 2019 09:54
Elvar Geir Magnússon
Pogba aftur eins og hann var undir Mourinho
Mynd: Getty Images
Fyrst eftir að Ole Gunnar Solskjær tók við Manchester United hrökk Paul Pogba skyndilega í gírinn. Frammistaða hans í dag er aftur orðin eins og hún var undir Jose Mourinho.

Þetta segir Gary Neville sem fer ekki fögrum orðum um frammistöðu Pogba í tapinu gegn Barcelona í gær.

„Pogba spilar núna eins og hann gerði áður en Ole kom. Mér fannst hann virkilega slakur, spilaði fyrir sjálfan sig og virkaði áhugalaus á köflum," sagði Neville.

„Hann er frábær leikmaður og getur verið frábær leikmaður, hann þarf bara að ná einbeitingu aftur."

David de Gea fékk á sig klaufalegt mark í leiknum í gær.

„De Gea hefur ekki verið upp á sitt besta síðustu tólf mánuði en ég man ekki eftir öðrum eins mistökum frá honum. Ég held að það væri best fyrir hann að stíga fram og útskýra mistökin, hann er orðinn reynslumikill leikmaður og það myndi hjálpa honum," sagði Neville.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner