Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 17. apríl 2019 15:12
Arnar Daði Arnarsson
Mynd: Akureyrarvöllur allur að koma til
Ástandið á Akureyrarvelli 17.apríl.
Ástandið á Akureyrarvelli 17.apríl.
Mynd: Aðsend
Níu dagar eru í það að Pepsi Max-deild karla hefjist með opunarleik deildarinnar á Origo-vellinum þegar Valur og Víkingur R. eigast við.

Útlitið á heimavelli KA, Akureyrarvelli var nú ekki fallegt fyrir nokkrum dögum en allt lítur þetta betur út núna ef marka má mynd af Akureyrarvellinum sem tekin var í dag.

KA leikur á útivelli gegn ÍA í 1. umferðinni en þeir eiga hinsvegar heimaleik í 2. umferðinni þegar Íslandsmeistararnir síðustu tveggja ára í Val koma í heimsókn.

Sá leikur fer fram sunnudaginn 5. maí. Vangaveltur voru upp um það að félögin myndu skipta heimaleikjunum og því gæti leikurinn farið fram á gervigrasvelli Valsmanna.

Það verður hinsvegar tíminn að leiða í ljós en miðað við ástandið á Akureyrarvelli í dag og ef veðurguðirnir verða í góðu skapi gæti allt eins farið svo að KA leiki á heimavelli í 2. umferðinni gegn Val.
Athugasemdir
banner
banner
banner