Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 19. apríl 2019 15:30
Arnar Helgi Magnússon
Alonso hefði viljað spila undir stjórn Klopp
Mynd: Getty Images
Xabi Alonso hefði gjarnan vilja spila undir stjórn Jurgen Klopp en Alonso lék með Liverpool á árunum 2004 til 2009. Ferli hans lauk árið 2017 eftir að hafa leikið með Bayern Munchen.

„Ég hef spilað mjög oft á móti honum og ég hefði elskað það að spila undir honum," segir Spánverjinn.

„Ég er mjög ánægður með það að hann sé hjá Liverpool. Hann er frábær þjálfari með mikla ástríðu fyrir knattspyrnu. Hann nær vel til leikmanna og kann leikinn 100%."

Alonso vonar svo innilega að Liverpool vinni ensku úrvalsdeildina í ár.

„Ég innilega vona það, stuðningsmenn þrá þetta svo heitt eftir langa bið. Ég veit hversu miklu máli þetta skiptir fyrir félagið."
Athugasemdir
banner
banner
banner