fös 19. apríl 2019 16:00
Arnar Helgi Magnússon
Fosu-Mensah snúinn aftur til Man Utd
Mynd: Getty Images
Timothy Fosu-Mensah er snúinn aftur til Manchester United eftir að hafa verið á láni hjá Fulham á leiktíðinni.

Ástæðan er sú að hollenski varnarmaðurinn meiddist gegn Everton á dögunum og þarf að gangast undir aðgerð. Hann mun því ekki spila fleiri leiki á tímabilinu með Fulham og endurhæfingin fer fram hjá Manchester United.

Fosu-Mensah hefur fengið sinn skammt af gagnrýni í vetur eins og flestir leikmenn Fulham enda er liðið löngu fallið.

Leikmaðurinn er búinn að spila tólf leiki fyrir Fulham í ensku úrvalsdeildinni og núna er orðið ljóst að þeir verða ekki fleiri.

Hann var á láni hjá Crystal Palace á síðasta tímabili og spilaði þar 21 leik.
Athugasemdir
banner
banner