fös 19. apríl 2019 16:01
Arnar Helgi Magnússon
Svíþjóð: Gummi Tóta lagði upp sigurmarkið í uppbótartíma
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Þórarinsson og liðsfélagar hans í Norrköping unnu sinn fyrsta sigur í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Liðið fekk þá Falkenberg í heimsókn. Leikurinn var nokkuð fjörugur en staðan í hálfleik var 2-1, Norrköping í vil.

Tvö mörk komu á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks en bæði liðin settu boltann í netið, staðan orðin 3-2. Jordan Larsson, liðsfélagi Gumma, fékk að líta sitt annað gula spjald á 72. mínútu leiksins og þar með rautt.

Falkenberg jafnaði leikinn á 87. mínútu með marki frá Edi Sylisufaj. Það var síðan Kasper Larsen sem að skoraði sigurmark Norrköping á 93. mínútu leiksins eftir undirbúning frá Gumma Tóta. 4-3 sigur staðreynd og fyrsti sigur Norrköping kominn í hús.

Gengur áfram vel hjá Bjarna
Bjarni Mark Antonsson var á sínum stað í byrjunarliði Brage sem að mætti GAIS á útivelli í sænsku 1. deildinni í dag.

Brage komst yfir þegar tæpar 25 mínútur voru liðnar af leiknum. Leikmaður GAIS fékk að líta rautt spjald á 60. mínútu og Brage nýtti sér það og skoraði tvö mörk með stuttu millibili. Lokatölur 0-3.

Brage situr í efsta sæti deildarinnar eftir fjórar umferðir með tíu stig.
Athugasemdir
banner
banner