banner
   fös 19. apríl 2019 16:12
Arnar Helgi Magnússon
Championship: Leeds fór mjög svo illa að ráði sínu - Bolton fallið
Massey skoraði bæði mörk Wigan
Massey skoraði bæði mörk Wigan
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Óvænt úrslit urðu í Championship-deildinni í dag þegar Wigan skellti Leeds á þeirra eigin heimavelli, ekki nóg með það en þá spilaði Wigan einum manni færri frá 14. mínútu leiksins.

Leeds hefði getað endurheimt 2. sæti deildarinnar með sigri á Wigan.
Cedric Kipre, leikmaður Wigan fékk að líta beint rautt spjald eftir tæplega stundarfjórðung.

Stuttu síðar kom Patrick Bamford heimamönnum yfir áður en að Gavin Massey jafnaði rétt fyrir hálfleik. Massey var aftur á ferðinni í síðari hálfleik þegar hann kom Wigan yfir en það reyndist síðasta mark leiksins og lokatölur því 1-2, Wigan í vil. Wigan sat fyrir leikinn í 21. sæti deildarinnar.

West Brom vann 3-2 sigur á Hull en sigurmarkið gerði Dwight Gayle þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. WBA svo gott sem búið að tryggja sér umspilssæti.

Birkir Bjarnason sat allan tímann á varamannabekk Aston Villa þegar liðið lagði Bolton. Með tapinu í dag er Bolton fallið niður um deild en það hefur á miklu gengið hjá félaginu síðustu vikur og mánuði.

Hér að neðan má sjá úrslit dagsins í Championship deildinni en Norwich og Sheffield Wednesday mætast síðar í kvöld.

Birmingham 2 - 2 Derby County
1-0 Lucas Jutkiewicz ('3 )
1-1 Martyn Waghorn ('7 )
2-1 Michael Morrison ('18 )
2-2 Richard Keogh ('28 )

Bolton 0 - 2 Aston Villa
0-1 Jack Grealish ('47 )
0-2 Tammy Abraham ('57 )

Leeds 1 - 2 Wigan
1-0 Patrick Bamford ('17 )
1-1 Gavin Massey ('44 )
1-2 Gavin Massey ('62 )
Rautt spjald:Cedric Kipre, Wigan ('14)

Middlesbrough 1 - 0 Stoke City
1-0 Britt Assombalonga ('2 )

Preston NE 4 - 0 Ipswich Town
1-0 Callum Robinson ('6 )
2-0 Callum Robinson ('22 )
3-0 Lukas Nmecha ('56 )
4-0 Lukas Nmecha ('75 )

QPR 1 - 2 Blackburn
0-1 Danny Graham ('22 , víti)
0-2 Bradley Dack ('46 )
1-2 Matt Smith ('90 )

Swansea 4 - 3 Rotherham
0-1 Michael Ihiekwe ('10 )
1-1 Oliver McBurnie ('36 )
1-2 Matt Crooks ('38 )
2-2 Barrie McKay ('50 )
3-2 George Byers ('69 )
4-2 Oliver McBurnie ('79 )
4-3 Will Vaulks ('83 )

West Brom 3 - 2 Hull City
1-0 Kieran Gibbs ('42 )
1-1 Todd Kane ('48 )
1-2 Todd Kane ('60 )
2-2 Dwight Gayle ('63 )
3-2 Dwight Gayle ('85 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 38 25 7 6 70 28 +42 82
2 Leicester 37 26 4 7 74 33 +41 82
3 Ipswich Town 38 24 9 5 80 49 +31 81
4 Southampton 36 22 7 7 73 47 +26 73
5 West Brom 38 19 9 10 59 36 +23 66
6 Norwich 38 18 7 13 69 54 +15 61
7 Hull City 37 16 10 11 53 46 +7 58
8 Coventry 37 15 12 10 59 43 +16 57
9 Preston NE 37 16 8 13 49 54 -5 56
10 Middlesbrough 38 16 6 16 53 52 +1 54
11 Cardiff City 38 16 5 17 43 51 -8 53
12 Sunderland 38 14 6 18 48 45 +3 48
13 Watford 38 12 12 14 53 51 +2 48
14 Bristol City 38 13 8 17 42 45 -3 47
15 Swansea 38 12 10 16 48 58 -10 46
16 Millwall 38 11 10 17 36 50 -14 43
17 Blackburn 38 11 9 18 51 64 -13 42
18 Plymouth 38 10 11 17 54 62 -8 41
19 Stoke City 38 11 8 19 35 53 -18 41
20 QPR 38 10 10 18 36 50 -14 40
21 Birmingham 38 10 9 19 42 59 -17 39
22 Huddersfield 38 8 15 15 42 61 -19 39
23 Sheff Wed 38 11 5 22 30 61 -31 38
24 Rotherham 38 3 11 24 30 77 -47 20
Athugasemdir
banner
banner
banner