Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 19. apríl 2019 21:49
Ívan Guðjón Baldursson
Hennessey sendur í nasismafræðslu
Hennessey er 32 ára gamall og á 107 úrvalsdeildarleiki að baki fyrir Crystal Palace.
Hennessey er 32 ára gamall og á 107 úrvalsdeildarleiki að baki fyrir Crystal Palace.
Mynd: Getty Images
Wayne Hennessey fór út að borða með liðsfélögum sínum í Crystal Palace í byrjun janúar og birti liðsfélagi hans Max Meyer mynd af hópnum.

Aftarlega á myndinni sést Hennessey þar sem hann heldur fyrir munninn og veifar að hætti Adolf Hitler og fylgjenda hans.

Rannsókn á málinu var hrint af stað og er henni nú lokið, rúmlega fjórum mánuðum síðar. Rannsóknin leiddi í ljós að Hennessey veit lítið sem ekkert um sögu nasisma, hann hafi einfaldlega verið að reyna að fanga athygli þjóns. Hann veifaði þjóninum og kallaði á eftir honum. Hann setti höndina fyrir muninn til að kallið bærist betur.

„Það liggur augum uppi að Wayne er heiðarlegur og góður maður. Félagið hefur ákveðið að senda hann á fræðslunámskeið um nasisma," segir Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace.

„Við höfum verið í nánu samstarfi við Kick It Out (samtök gegn fordómum í knattspyrnu) undanfarin ár og munum nýta það samstarf til að fræða leikmenn okkar. Við vonum að þetta hvetji fleiri félög til að fræða leikmenn sína."

Sjá einnig: 
Hennessey vissi ekki hvað nasistakveðja var 
Hennessey neitar að hafa hermt eftir Hitler 
Hennessey hreinsaður af Hitler ásökunum 


Athugasemdir
banner
banner
banner