Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 19. apríl 2019 22:15
Ívan Guðjón Baldursson
Jose Mourinho er með ráð gegn Ajax
Mynd: Getty Images
Ajax er spútnik lið tímabilsins í Meistaradeildinni. Liðið gerði tvö jafntefli við FC Bayern í riðlakeppninni og sló síðan Real Madrid og Juventus úr útsláttarkeppninni, á útivelli.

Hollensku ungstirnin eru því komin alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar þar sem Tottenham eru næstu andstæðingar. Jose Mourinho rýnir í Meistaradeildina í rússnesku sjónvarpi og er með ráð sem lærisveinar Mauricio Pochettino gætu nýtt sér.

Mourinho var við stjórnvölinn þegar Manchester United sigraði Ajax 2-0 í úrslitaleik Evrópudeildarinnar 2017.

„Við gáfum þeim leikinn sem þeir vildu ekki spila. Við byggðum sóknirnar okkar upp hægt og þeir kvörtuðu mikið undan Fellaini og sögðu okkur vera grófa. Þeir kvörtuðu því þeir gátu ekki höndlað okkur," sagði Mourinho á RT Sport.

„Þú getur ekki spilað þeirra leik, þá áttu í hættu á að tapa. Sum lið deila styrkleikum með Ajax, ég get séð Liverpool og Barcelona sigra Ajax án þess að þurfa að breyta um leikstíl."

Mourinho hélt áfram að ræða um Ajax og ýjaði að því að hann hafi ekki verið með sérlega gæðamikið lið við stjórnvölinn hjá Man Utd.

„Þegar gæðin eru ekki til staðar þá geturðu ekki unnið þá spilandi þeirra leik. Þú verður að vinna taktískt og gefa þeim það sem þeir vilja ekki."
Athugasemdir
banner
banner
banner