Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 20. apríl 2019 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Rivaldo: Mistök hjá Neymar að fara til PSG
Rivaldo vann HM með Brasilíu 2002.
Rivaldo vann HM með Brasilíu 2002.
Mynd: Getty Images
Brasilíska goðsögnin Rivaldo gaf viðtal á dögunum þar sem hann ræðir heimsknattspyrnuna. Hann er í dag yfirmaður íþróttamála hjá C-deildarfélagi í Marokkó og er að vinna í þjálfaragráðum.

Rivaldo gerði garðinn frægan sem leikmaður Barca á sínum tíma og skoraði 86 mörk í 157 deildarleikjum fyrir félagið. Hann telur samlanda sinn Neymar hafa gert mistök þegar hann yfirgaf félagið til að ganga til liðs við Paris Saint-Germain.

„Neymar verður að átta sig á því að hann gerði mistök þegar hann yfirgaf Barcelona. Ég væri til í að sjá hann fara aftur til Barca. Ég væri þess vegna til í að sjá hann fara til Real Madrid, það yrði gott fyrir spænska boltann," sagði Rivaldo og skömmu síðar var hann spurður út í Lionel Messi.

„Það er ómögulegt að lýsa Messi. Mér finnst æðislegt að horfa á hann spila og ég verð sorgmæddur þegar ég hugsa út í það að hann hafi aldrei unnið Heimsmeistaramótið. Hann á skilið að vinna HM því hann er leikmaður í heimsklassa.

„Hann hefur verið að skora mörk og leggja upp í meira en áratug og er búinn að vera frábær á tímabilinu. Hann á skilið að vinna Gullknöttinn í ár þó Barca vinni ekki Meistaradeildina."

Athugasemdir
banner
banner