Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 20. apríl 2019 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pogba og De Gea vilja launahækkun
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Nú styttist í sumarið og eru áhugaverðar sögusagnir komnar á kreik. Hér fyrir neðan fylgir slúðurpakki dagsins á þessum fína páskalaugardegi.


Wilfried Zaha, 26, segist vera reiðubúinn til að yfirgefa Crystal Palace. Hann vill ólmur spila í Meistaradeildinni. (Daily Mail)

Manchester United ætlar að hlusta á tilboð í Romelu Lukaku, 25, í sumar. Lukaku kostaði um 80 milljónir punda þegar hann var keyptur sumarið 2017. (Telegraph)

Paul Pogba, 26, og David de Gea, 28, vilja báðir talsverða launahækkun til að vera áfram hjá Man Utd. Real Madrid hefur áhuga á þeim báðum. (Times)

Leroy Sane, 23, og Gabriel Jesus, 22, eru tveir af átta leikmönnum sem gætu yfirgefið Manchester City í sumar. (The Sun)

Inter er í viðræðum við Man City um kaup á brasilíska bakverðinum Danilo, 27. (Calciomercato)

Argentínski bakvörðurinn Nicolas Tagliafico, 26, hafnaði samningstilboði Ajax. Arsenal hefur áhuga á honum en hann vill helst skipta yfir í ítalska boltann. (Football London)

Real Madrid hefur ekki gefist upp á að reyna að fá Neymar, 27, frá PSG. (Marca)

Spænsku risarnir eru einnig nálægt því að krækja í Luka Jovic, 21 árs sóknarmann Eintracht Frankfurt. Jovic er einnig eftirsóttur í Barcelona. (Star)

Maurizio Sarri segir Olivier Giroud, 32, ekki vera á förum frá Chelsea í sumar. (Telegraph)

Arsenal og Everton hafa áhuga á Benito Raman, 24 ára framherja Fortuna Düsseldorf. Hann kostar í kringum 13 milljónir punda. (Bild)

Sean Dyche stjóri Burnley vill ekki tala um markaðsvirði ungstirnisins Dwight McNeil, 19, sem hefur fangað athygli Man City, Arseanl og Liverpool meðal annars. (Burnley Express)

Rafa Benitez hefur fengið loforð um að fá 50 milljónir punda í leikmannakaup á hverju tímabili ef hann skrifar undir nýjan samning við Newcastle. Ofan á það má hann nýta 70% af þeim tekjum sem koma inn við sölur leikmanna. (Independent)

Sean Davis, 34 ára miðjumaður Southampton, er á láni hjá Rangers. Hann er að gera góða hluti í skoska boltanum og er í samningsviðræðum við Rangers um að skipta alfarið yfir. Steven Gerrard hefur verið að gera góða hluti við stjórnvölinn þar. (Sky Sports)

Ernesto Valverde, þjálfari Barcelona, telur Pep Guardiola vera þann besta í bransanum þrátt fyrir að hafa verið sleginn úr Meistaradeildinni í vikunni, enn eina ferðina. (Marca)

Unai Emery telur sig geta gefið öllum leikmönnum Arsenal nægan spiltíma. Alexandre Lacazette, 27, er orðaður við brottför og sagður vilja spila meira. (Football London)

Andy Cole, fyrrum sóknarmaður Man Utd, vill leiða baráttu enska knattspyrnuheimsins gegn fordómum. Hann vill taka við formannsembætti Kick It out samtakanna af Lord Herman Ouseley. (Mirror)

Ross McCormack, 32 ára sóknarmaður Aston Villa, mun ekki halda aftur til Motherwell. (Daily Record)

Stuðningsmenn Leeds hafa trú á því að fyrrum leikmaður þeirra James Milner, 33, gæti gengið aftur í raðir félagsins komist það upp úr Championship deildinni. Milner verður samningslaus í sumar og var hvergi sjáanlegur þegar nýir búningar Liverpool voru kynntir í vikunni. (Express)
Athugasemdir
banner
banner