Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   sun 21. apríl 2019 09:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Benitez dreymir um að vinna Meistaradeildina aftur
Rafa Benitez.
Rafa Benitez.
Mynd: Getty Images
Spænski knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hefur stýrt Newcastle síðustu þrjú árin, samningur hans við félagið rennur út í sumar en samningsviðræður standa nú yfir um framlengingu á samningi hans.

Benitez hefur ekki verið að berjast um stóru titlana á síðustu árum, hann segir að ef það er einhver keppni sem hann vill vinna þá er það Meistaradeildin, hann þekkir þó þá tilfinningu að vinna Meistaradeildina eftir að hafa stýrt Liverpool til sigurs í keppninni árið 2005.

„Mér finnst skemmtilegt að keppa um titla og ég vil vera að keppa um titla," sagði Benitez.

„Besta keppnin er Meistaradeildin og það væri gaman ef ég myndi fá það tækifæri að stýra liði í Meistaradeildinni á næstu 11 árum," sagði hinn 59 ára gamli Benitez sem ætlar sér ekki að hætta að þjálfa á næstunni.

„Ég var að ræða þetta við félaga minn í gær hvað ég ætlaði mér að vera lengi að þjálfa, ég gæti séð fyrir mér allavega 11 ár í viðbót, Roy Hodgson er enn að þjálfa," sagði Benitez en Roy Hodgson er enn að þjálfa 71 árs gamall.
Athugasemdir
banner
banner