Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 21. apríl 2019 06:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Hassenhuttl: Vitum að við erum ekki öruggir með sæti okkar
Ralph Hassenhuttl er knattspyrnustjóri Southampton.
Ralph Hassenhuttl er knattspyrnustjóri Southampton.
Mynd: Getty Images
Ralph Hassenhuttl knattspyrnustjóri Southampton og lærisveinar hans fóru í heimsókn til Newcastle í gær þar sem niðurstaðan var 3-1 sigur heimamanna.

Southampton er fimm stigum frá fallsæti og þeir eru því ekki sloppnir við fallbaráttuna.

„Fyrri hálfleikurinn var mjög slæmur og það gerði út um leikinn. Ef maður byrjar leikina svona og er svo 2-0 undir í hálfleik þá er mjög erfitt að snúa því við," sagði Hassenhuttl.

„Við gerðum breytingar í hálfleik og náðum að setja smá pressu á Newcastle, þeir fengu ekki mörg færi í seinni hálfleik fyrir utan eitt stangarskot, þar vorum við heppnir. En það var fyrri hálfleikurinn sem olli því hvernig fór í dag."

„Við þurfum að gera betur, við vitum að við erum ekki öruggir með sæti okkar í úrvalsdeildinni," sagði Hassenhuttl að lokum.

Næsti leikur Southampton er útileikur gegn Watford á þriðjudaginn.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 33 23 5 5 77 26 +51 74
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner