Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 21. apríl 2019 14:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Brjálaðist við mark Gylfa - „Skorað svona frá því hann var fjögurra ára"
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, tekur í höndina á Gylfa eftir leik.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, tekur í höndina á Gylfa eftir leik.
Mynd: Getty Images
Manchester United var niðurlægt á Goodison Park í dag. Everton rústaði United, 4-0.

Gylfi Þór Sigurðsson var stórkostlegur í liði Everton og skoraði annað mark liðsins með góðu skoti fyrir utan teig. Hann fékk mikinn tíma til að athafna sig og þakkaði pent fyrir sig.

The United Stand er vinsæl stuðningsmannasíða United á Youtube og þar er hinn kostulegi Mark Goldbridge við stjórnvölinn. Í hvert sinn sem United spilar leik er hann með beina útsendingu á Youtube þar sem hann fylgist með leiknum og leyfir áhorfendum að taka þátt í umræðunni.

Hann varð mjög reiður þegar Gylfi skoraði annað mark Everton í dag.

„Í guðanna bænum! Andskotans hálfvitarnir ykkar," öskraði Goldbridge. „Hvað eruð þið að gera? Þetta er Sigurðsson, hann hefur skorað svona mörk frá því hann var fjögurra ára."

Goldbridge skellti skuldinni á Nemanja Matic, miðjumann United.

Smelltu hér til að sjá markið hjá Gylfa.

Hér að neðan eru viðbrögð Goldbridge.


Athugasemdir
banner
banner
banner