Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 21. apríl 2019 16:55
Arnar Helgi Magnússon
England: Þolinmæðisverk hjá Liverpool - Arsenal tapaði á Emirates
Gini Wijnaldum fagnar marki sínu í dag.
Gini Wijnaldum fagnar marki sínu í dag.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það tók Liverpool tæpar fimmtíu mínútur að brjóta ísinn gegn Cardiff þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sannkallað þolinmæðisverk.

Markalaust var eftir fyrri hálfleikinn og klöppuðu stuðningsmenn Cardiff fyrir liðinu þegar leikmennirnir gengu til búningsklefa eftir 45 mínútur.

Gini Wijnaldum braut ísinn eftir rúmar tíu mínútur af síðari hálfleik. Trent Alexander-Arnold tók þá hornspyrnu sem var greinilega beint af æfingasvæðinu en boltinn kom meðfram jörðinni og Gini hitti boltann fullkomnlega og kom Liverpool yfir.

Sean Morrison hefði auðveldega getað jafnað fyrir Cardiff á 64. mínútu þegar hann fékk frían skalla fyrir opnu marki. Óskiljanlegt að boltinn hafi ekki farið inn.

Morrison var ekki búinn að syngja sitt síðasta í leiknum en hann braut á Mo Salah innan vítateigs þegar tæpar tíu mínútur voru eftir. Klárt brot. James Milner fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi.

Dýrmæt þrjú stig fyrir Liverpool sem er nú í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Útlitið er aftur á móti orðið dökkt fyrir Aron Einar og félaga í Cardiff.

Palace fór með stigin þrjú af Emirates
Óvænt úrslit urðu þegar Crystal Palace heimsótti Arsenal í nágrannaslag.

Christian Benteke kom Crystal Palace yfir á 17. mínútu þegar hann skallaði boltann í netið eftir sendingu frá Luka Milivojević. Afskaplega dapur varnarleikur hjá Arsenal en Benteke var einn á auðum sjó í teig Arsenal.

Mezut Özil jafnaði fyrir Arsenal í upphafi síðari hálfleiks þegar hann fékk sendingu frá Lacazette inn fyrir vörn Palace. Þrátt fyrir að vera í þröngu færi náði Özil að setja boltann framhjá Vicent Guita.

Zaha kom Palace yfir á nýjan leik þegar Christian Benteke flikkaði boltanum aftur fyrir sig, Mustafi ætlaði að skýla boltanum en Zaha komst fram fyrir hann og setti boltann framhjá Leno í marki Arsenal.

James McArthur skoraði þriðja mark Palace áður en að Pierre-Emerick Aubameyang minnkaði muninn. Lengra komst Arsenal ekki og 2-3 sigur Crystal Palace staðreynd. Óvænt.

Arsenal 2 - 3 Crystal Palace
0-1 Christian Benteke ('17 )
1-1 Mesut Ozil ('47 )
1-2 Wilfred Zaha ('61 )
1-3 James McArthur ('69 )
2-3 Pierre Emerick Aubameyang ('77 )

Cardiff City 0 - 2 Liverpool
0-1 Georginio Wijnaldum ('56 )
0-2 James Milner ('81 , víti)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner