sun 21. apríl 2019 22:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Marco Silva: Svöruðum fyrir tapið gegn Fulham - Betra liðið frá fyrstu mínútu
Silva á hliðarlínunni í dag ásamt Ole Gunnar Solskjær.
Silva á hliðarlínunni í dag ásamt Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Everton vann góðan 4-0 sigur á Manchester United í dag. Everton var betra aðilinn og var sigurinn svo sannarlega verðskuldaður.

Marco Silva, stjóri Everton, var ánægður með sína menn eftir leikinn í dag.

„Ég er hæstánægður með leikmennina. Við erum á góðu skriði á heimavelli," sagði Silva eftir leik.

„Frammistaðan á útivelli í síðasta leik var ekki boðleg og við urðum að sýna eitthvað annað í dag. Við gerðum það og við vorum betra liðið frá fyrstu mínútu í dag."

„Þegar við unnum gegn Chelsea höfðum við ekki unnið í 26 leikjum gegn efstu sex liðunum. Eftir það sagði ég að við ætluðum að breyta því. Núna erum við að spila gæðafótbolta á heimavelli."

„Það er nauðsynlegt að sjá stuðningsmennina glaða yfir því hvernig við spilum, það er það sem ég vil sjá sem stjóri. Við erum að gera fína hluti og höfum haldið hreinu í fimm af síðustu sjö leikjum okkar"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner