mán 22. apríl 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skotland: Celtic fjórum stigum frá því að vinna titilinn - Geta unnið þrennuna
Mynd: Getty Images
Celtic 0-0 Hearts

Celtic gerði í gær markalaust jafntefli við Hearts í skosku úrvalsdeildinni. Cetlic hefur níu stiga forskot á Steven Gerrard og hans lærisveina í Rangers þegar fjórar umferðir eru eftir. Rangers vann góðan 1-3 sigur á Hearts á laugardaginn.

Neil Lennon er stjóri Celtic og hefur mikið verið rætt um framtíð hans hjá félaginu.

Lennon sagði eftir leikinn í dag að leikmenn liðsins ættu að einbeita sér að því að klára verkefnið sem er fyrir hendi. Hvort sem hann yrði ráðinn stjóri til frambúðar eður ei. Lennon tók við út þessa leiktíð þegar Brendan Rodgers var ráðinn stjóri Leicester.

Celtic er nú þegar búið að vinna skoska deildabikarinn, Betfred bikarinn og er komið í úrslit skosku bikarkeppninnar þar sem liðið mætir Hearts þann 25. maí.

Celtic hefur orðið meistari síðustu sjö tímabil og vantar fjögur stig til þess að tryggja sér sinn áttunda meistaratitil í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner