Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 22. apríl 2019 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nani skoraði sigurmark Orlando - Zlatan tjáði sig um VAR
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Orlando City sigraði á laugardaginn lið Vancouver Whitecaps. Luis Nani, fyrrum leikmaður Man Utd, skoraði eina mark leiksins þegar skammt var til leiksloka.

Sascha Kljestan átti þá skot sem fór í Nani inn. Markið má sjá neðst í fréttinni.

Aðfaranótt laugardags vann Los Angeles Galaxy lið Houston Dynamo, 2-1. Zlatan Ibrahimovic skoraði fyrra mark Galaxy úr vítaspyrnu.

Zlatan hefur mikið tjáð sig um VAR að undanförnu en í síðustu viku þurfti hann að bíða lengi áður en hann tók víti.

„Eins og þetta er núna tekur þetta of langan tíma", sagði Zlatan eftir leik í síðustu viku.

„Þú þarft að sýna mikla þolinmæði og það eina sem þú getur gert er að bíða. Að hafa VAR er gott því ef dómarinn gerir mistök er hægt að leiðrétta þau."

Houston skoraði mark úr vítaspyrnu sem var dæmd eftir notkun á VAR í leiknum um helgina. Zlatan var ekki sáttur við dóminn.

„Ef að dómarinn gerir mistök er gott að hafa VAR. Dómarinn sem sér um að fara yfir upptökurnar var að gera eitthvað allt annað í þessum leik. Þeir sýndu endursýninguna á skjánum á vellinum og það sáu allir að þetta var fyrir utan teig. Ég vill ekki gagnrýna of mikið en kannski var hann að fá sér kaffisopa eða að njóta leiksins of mikið," sagði Zlatan eftir leikinn um helgina.

„Dómarinn fór ekki að skoða upptökuna sjálfur. Ég veit ekki hvað það er. Þeir mega samt ekki vera það öruggir að þora ekki að skoða hvort þeir gerðu mistök eða ekki."

Zlatan henti svo í eina Zlatan setningu að lokum.

„Ég vil ekki vera of gagnrýnin því annars gæti MLS refsað mér. Ég er samt MLS deildin svo kannski þarf ég ekki að hafa áhyggur," sagði Ibrahimovic hlæjandi að lokum.




Athugasemdir
banner
banner
banner