Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 22. apríl 2019 19:49
Brynjar Ingi Erluson
Pogba um tapið gegn Everton: Vanvirðing við félagið
Paul Pogba og Ole Gunnar Solskjær ræða málin
Paul Pogba og Ole Gunnar Solskjær ræða málin
Mynd: Getty Images
Franski miðvallarleikmaðurinn Paul Pogba ræddi við fréttastofu Sky Sports um 4-0 tapið gegn Everton á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í gær.

United átti arfaslakan leik gegn Everton og á í hættu að missa af Meistaradeildarsæti en liðið er í 6. sæti með 64 stig þegar liðið á fjóra leiki eftir af deildinni.

Pogba var skugginn af sjálfum sér og hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína. Margir stuðningsmenn vilja Pogba burt í sumar en hann var einlægur í viðtali við Sky og bað stuðningsmenn og þá sem koma að félaginu afsökunar.

„Ég er ekki að reyna að sýna Everton lítilsvirðingu en hvernig við spiluðum og þar með ég talinn þá sýndum við Manchester United vanvirðingu með frammistöðu okkar," sagði Pogba við Sky Sports.

„Það gekk ekkert upp hjá okkur og það sem skiptir mestu er hugarfar okkar á vellinum. Það verður að breytast og við leyfðum stjóranum að tala í klefanum eftir leik og þetta var okkur ekki til framdráttar."

„Þetta var vanvirðing gegn liðsfélögum okkar, þjálfaraliðinu, fólkinu, búningastjóranum og í raun öllum sem koma að félaginu og það sem við gerðum á vellinum um leið skyggðum við á gleði fjölda fólks og við erum við ekkert sérstaklega ánægðir með okkur eftir þennan leik en við verðum að bregðast við þessu."

„Ég veit að það er ekki nóg fyrir stuðningsmenn en ég vil viðbrögð frá leikmönnum og eina leiðin til þess er að gefa allt í þetta á vellinum og gera okkar besta. Við verðum að skapa færi, skora mörk, verjast vel og vinna fyrir liðið og jafnvel þó við töpum leikjum þá verðum við að skila góðri frammistöðu og ganga stoltir frá verkefninu,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner