Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 22. apríl 2019 20:24
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Frankfurt tapaði mikilvægum stigum
Jonathan De Guzman skoraði fyrir Frankfurt en það dugði skammt
Jonathan De Guzman skoraði fyrir Frankfurt en það dugði skammt
Mynd: Getty Images
Wolfsburg 1 - 1 Eintracht Frankfurt
0-1 Jonathan de Guzman ('78 )
1-1 John Brooks ('90 )

Eintracht Frankfurt missteig sig í Meistaradeildarbaráttunni í Þýskalandi en liðið gerði 1-1 jafntefli við Wolfsburg í kvöld.

Jonathan de Guzman skoraði fyrir Frankfurt á 78. mínútu en þetta var þriðja mark hans á tímabilinu. Það var þó í uppbótartíma er John Brooks skoraði og lokatölur því 1-1.

Frankfurt hefur spilað frábæran fótbolta á þessari leiktíð og er meðal annars komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar eftir að hafa lagt Benfica að velli. Liðið vonast þó til þess að ná Meistaradeildarsæti.

Nú er liðið í fjórða sæti þýsku deildarinnar með 53 stig, tveimur stigum meira en Gladbach þegar fjórir leikir eru eftir af tímabilinu og því allt opið.
Athugasemdir
banner
banner