Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. apríl 2019 21:50
Brynjar Ingi Erluson
David Luiz um leikstíl Burnley: Vildu ekki spila fótbolta
David Luiz var ekkert sérstaklega hress eftir leikinn
David Luiz var ekkert sérstaklega hress eftir leikinn
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðvörðurinn David Luiz var óhress eftir 2-2 jafntefli Chelsea gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en þetta hafði áhrif á baráttu liðsins um Meistaradeildarsæti.

Burnley komst yfir í leiknum á 8. mínútu áður en N'Golo Kanté og Gonzalo Higuain skoruðu. Ashley Barnes jafnaði svo metin á 25. mínútu en ekki var meira skorað í leiknum.

Tom Heaton, markvörður Burnley, fékk gult spjald í fyrri hálfleik fyrir að tefja leikinn og gagnrýndi Luiz leikstíl Burnley í viðtali eftir leik.

„Við reyndum hvað við gátum til að vinna leikinn en það er erfitt þegar þú spilar gegn liði sem fær tvö færi, skora tvö mörk og vilja svo ekki spila meira," sagði David Luiz.

„Þetta er ekki fótbolti. Það að tefja allan leikinn og sérstaklega þegar þeir eru með boltann. Leikmennirnir þeirra hentu sér í jörðina og stöðvuðu leikinn þannig."

„Þeir voru með ellefu menn í teignum og það er mjög erfitt að skora gegn liðum sem spila þannig,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner