Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. apríl 2019 22:53
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær: Gæðamunur liðanna augljós
Mynd: Getty Images
Manchester United tapaði 0-2 fyrir Manchester City fyrr í kvöld. Ole Gunnar Solskjær stjóri Rauðu djöflanna var ekki feiminn við að svara spurningum að leikslokum.

„Betra liðið vann í kvöld. Við lögðum hart að okkur en það var ekki nóg, gæðamunur liðanna var augljós. Þess vegna eru þeir á toppnum en ekki við," sagði Solskjær að leikslokum.

„Það er ekki hægt að segja að strákarnir hafi ekki gefið sig alla í þetta. Við getum ekki verið sáttir með að tapa í Manchester en við þurfum að vinna meira saman.

„Við kepptum við eitt af tveimur bestu liðum landsins. Þetta eru bæði lið sem hafa unnið vel og lengi saman. Við þurfum mikið meiri tíma til að komast á þeirra stall.


David de Gea var gagnrýndur fyrir sinn þátt í báðum mörkum Man City, þó sérstaklega það seinna. Leroy Sane skaut þá beint á De Gea sem réði ekki við boltann og varði hann í netið.

„David varði nokkrum sinnum meistaralega í dag og er með háa staðla. Þegar okkur gengur illa þá verðum við að standa þéttar saman. Við verðum að mæta grimmir til leiks á sunnudaginn."

Byrjunarliði Man Utd var lekið til fjölmiðla fyrir leikinn en Solskjær segist ekki vera hissa. Auðvelt er að horfa inn á Cliff æfingasvæðið í gegnum girðinguna.

„Ég er ekki hissa að byrjunarliðinu hafi verið lekið þar sem við æfðum á Cliff æfingasvæðinu fyrir leikinn."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner