Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 24. apríl 2019 23:16
Ívan Guðjón Baldursson
Sterk skilaboð frá Rashford: Vitum hvað vandamálið er
Orð Rashford eftir leik stangast á við orð Solskjær, sem var ánægður með vinnuframlag sinna manna.
Orð Rashford eftir leik stangast á við orð Solskjær, sem var ánægður með vinnuframlag sinna manna.
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford er í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Manchester United og hafði sitt að segja eftir 0-2 tap liðsins gegn nágrönnunum í Manchester City fyrr í kvöld.

Rashford hélt ekki aftur af sér í sjónvarpsviðtali eftir leik og gagnrýndi liðsfélaga sína.

„Í dag spiluðum við ekki eins og Manchester United. Þetta er rangt. Það minnsta sem við getum gert er að gefa okkur alla fyrir merkið, félagið og okkur sjálfa," sagði Rashford.

„Það er búið að vera erfitt að komast á þann stað sem við erum á núna og það eru mikil vonbrigði að við séum ekki að spila jafn vel núna og við vorum að gera í janúar."

Leikmenn Man Utd voru gagnrýndir í fjölmiðlum fyrir og eftir leikinn og þá sérstaklega Paul Pogba. Hann var tekinn fyrir af Roy Keane á Sky og tók Gary Neville undir með honum. Eins og lesendur ættu að vita þá unnu Neville og Keane fjölda titla á tíma sínum hjá Man Utd.

Hugarfar leikmanna var gagnrýnt sem og hegðun þeirra undir stjórn Jose Mourinho. Rashford tók í svipaða strengi án þess að hafa horft á sjónvarpsþáttinn.

„Við vitum hvað vandamálið er, það er hugarfarið. Viljinn til að hlaupa fyrir liðið þitt. Þið getið gleymt deildinni og öllu, þetta er leikur sem þú tapar ekki. Það er ekki flóknara en það. Við gagnrýnum aldrei hvorn annan en við verðum að byrja að vera heiðarlegir við hvorn annan. Við þurfum að gera það til að bæta okkur.

„Gleymið Meistaradeildarbaráttunni, við þurfum að byrja að spila aftur eins og Manchester United."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner