Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 25. apríl 2019 15:00
Arnar Daði Arnarsson
Líkleg byrjunarlið: Valur - Víkingur
Föstudag klukkan 20:00
Anton Ari verður í marki Vals í fjarveru Hannesar.
Anton Ari verður í marki Vals í fjarveru Hannesar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rick Ten Voorde verður í fremstu víglínu hjá Víkingum.
Rick Ten Voorde verður í fremstu víglínu hjá Víkingum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Verður Nikolaj Hansen í byrjunarlið Víkings gegn Val?
Verður Nikolaj Hansen í byrjunarlið Víkings gegn Val?
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Pepsi-deildin fer af stað á föstudagskvöldið með leik Vals og Víkings R. á Origo-vellinum klukkan 20:00. 1. umferðin lýkur síðan á laugardeginum með fimm leikjum.



Langflestir spá því að Valur muni verja titil sinn. Liðið tapaði í Meistarakeppni KSÍ gegn Stjörnunni fyrir viku síðan eftir vítaspyrnukeppni en staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma.

Hannes Þór Halldórsson markvörður Vals fékk rautt spjald og tekur því út leikbann. Aðalmarkvörður Vals undanfarin ár, Anton Ari Einarsson verður því í marki Vals.

Að öðru leyti búumst við ekki við miklum breytingum á liði Vals frá leiknum gegn Stjörnunni fyrir viku síðan. Eiður Aron Sigurbjörnsson, sem var að glíma við smávægileg meiðsli, ætti að koma inn í byrjunarliðið.


Það ríkir aðeins meiri óvissa með byrjunarlið Víkings R. fyrir fyrsta leik í Pepsi Max-deildinni.

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings R. hefur mikið verið að rótera miðjusvæðinu auk þess sem Ágúst Hlynsson kom til liðsins á dögunum frá Bröndby. Miðjumaðurinn, Mohamed Didé Fofana sem kom til liðsins frá Sogndal hefur ekki enn fengið atvinnumannaleyfi hér á landi og er því ólöglegur í fyrsta leik.

Síðan er smá óvissa hverjir verða á köntunum hjá Víkingum og hjálpa til með í sóknarleik með Hollendingnum, Rick Ten Voorde. Miðað við þetta líklega byrjunarlið sem við stillum upp, verður það Daninn Nikolaj Hansen og Atli Hrafn Andrason sem verða með Rick Ten Voorde í framlínunni.

föstudagur 26. apríl
20:00 Valur-Víkingur R. (Valsvöllur)

laugardagur 27. apríl
14:00 ÍBV-Fylkir (Hásteinsvöllur)
14:00 Grindavík-Breiðablik (Kópavogsvöllur)
16:00 FH-HK (Kaplakrikavöllur)
16:00 ÍA-KA (Akranesvöllur)
20:00 Stjarnan-KR (Stjörnuvöllur)

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum í Pepsi Max-deildinni!
Athugasemdir
banner
banner