Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 25. apríl 2019 16:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grikkland: Sverrir hjálpaði PAOK að komast í bikarúrslit
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi Ingason spilaði allan leikinn fyrir PAOK og fékk gult spjald þegar liðið tryggði sig í bikarúrslit fyrr í dag.

Sverrir Ingi og félagar í vörninni áttu góðan leik og náðu að halda markinu hreinu í markalausu jafntefli. PAOK vann fyrri leikinn 2-0 og fer því í úrslitin.

Í úrslitaleiknum mætir PAOK annað hvort Lamia eða AEK Aþenu. Það skýrist á eftir, en allar líkur eru á því að það verði AEK.

PAOK á möguleika á því að vinna tvöfalt í Grikklandi. Sverrir Ingi hefur ekki enn komið við sögu í grísku úrvalsdeildinni frá því hann var keyptur til liðsins í janúar en hann spilar alla bikarleiki.

Þess má geta að PAOK vann AEK 2-0 í bikarúslitaleiknum í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner