Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 26. apríl 2019 14:00
Arnar Daði Arnarsson
Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi Max-deild kvenna: 8. sæti
Mynd: Víkurfréttir
Mynd: Víkurfréttir
Mynd: Auður Erla Guðmundsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Keppni í Pepsi Max-deild kvenna hefst 2. maí næstkomandi. Fótbolti.net mun næstu dagana opinbera spá fyrir deildina í sumar en liðin verða kynnt eitt af öðru næstu dagana.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. Keflavík
9. Selfoss
10. HK/Víkingur

8. Keflavík
Lokastaða í fyrra:Keflavík endaði í 2. sæti Inkasso-deildarinnar eftir harða baráttu við Fylki. Keflavík endaði með 46 stig, tveimur stigum á eftir Fylki. Keflavík skoraði 57 mörk í 18 leikjum og fékk á sig 14 mörk.

Þjálfarinn: Gunnar Magnús Jónssok tók við Keflavíkurliðinu í október 2015. Hann er því á leið inn í sitt fjórða tímabil. Hann hefur verið lengi í þjálfun og bæði þjálfað karla og kvennalið á Suðurnesjunum.

Álit Jóa
Jóhann Kristinn Gunnarsson er sérfræðingur Fótbolta.net í Pepsi-deild kvenna líkt og í fyrra. Hér er álit hans á liði Keflavík.

Almenn spenna að sjá Keflavík í Pepsi Max
„Það eru margir sem bíða spenntir eftir að sjá hvernig Keflavík gengur í deildinni í sumar. Áhugafólk um kvennaknattspyrnu talar almennt vel um liðið og spáir þeim frekar góðu gengi en hitt."

„Þeim hefur gengið ágætlega á undirbúningstímabilinu og fengu meðal annars tvo flotta æfingaleiki gegn rússneskum liðum í æfingaferð sinni í Tyrklandi. Ekki amalegt að hafa leikið gegn CSKA Moscow."

„Liðið hefur breiðan hóp og ásamt því að halda flestum leikmönnum frá í fyrra þá hafa sterkir leikmenn gengið til liðs við Keflvíkinga. Munar þar talsvert um stelpurnar sem koma frá Grindavík."

Ungar stelpur með reynslu
„Liðið er ungt en þrátt fyrir það hafa leikmenn Keflavíkur talsverða meistaraflokks reynslu nú þegar. Sveindís Jane, Katla María Þórðardóttir og Íris Una Þórðardóttir eru allar U19 ára leikmenn en búa yfir fjögurra ára reynslu í meistaraflokki."

„Það er óhjákvæmilegt að minnast sérstaklega á Sveindísi Jane. Það er ansi líklegt að hún eigi eftir að vekja mikla athygli fyrir sína frammistöðu í sumar. Gríðarlega efnilegur leikmaður þar á ferðinni. Einnig eru þegar farnar að vekja athygli stelpur fæddar vel upp úr aldamótunum."

Lykilleikmenn: Sveindís Jane, Natasha Anasi, Sophie McMahon Groff og Maired Clare Fulton.

Gaman að fylgjast með: Sóknarmaðurinn Amelía Rún Fjeldsted og miðjumaðurinn Kara Petra Aradóttir eru báðar fæddar 2004 og hafa leikið stór hlutverk á undirbúningstímabilinu. Það er ekki vitlaust að leggja þessi nöfn á minnið.

Komnar:
Dröfn Einarsdóttir frá Grindavík
Ísabel Jasmín Almarsdóttir frá Grindavík
Katrín Hanna Hauksdóttir frá HK/Víkingi
Valdís Ósk Sigurðardóttir frá Aftureldingu

Farnar:
Lauren Watson til Bandaríkjanna
Una Margrét Einarsdóttir í Grindavík (á láni)
Brynja Pálmadóttir í Grindavík (á láni)

Fyrstu leikir Keflavíkur
2.maí Fylkir - Keflavík
7.maí Keflavík - ÍBV
13.maí Breiðablik - Keflavík
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner