Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 26. apríl 2019 07:15
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins: Beitir er besti markvörður deildarinnar
Beitir Ólafsson.
Beitir Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Í upphitunarþætti Pepsi Max-markanna á Stöð 2 Sport í gær mættu þjálfarar liðanna tólf í sjónvarpssal.

Hörður Magnússon og hans teymi meta markvörslu KR vera veikasta hluta liðsins. Í sérstakri einkunnagjöf fékk markvarsla KR aðeins 5 í einkunn af 10.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, er ekki sammála þeim dómi. Þvert á móti telur hann Beiti vera besta markvörð deildarinnar.

„Engin spurning. Beitir hefur bætt sig alveg gríðarlega frá því í fyrra og er núna búinn að vera tvö ár í KR. Ég er sannfærður um að Beitir sé besti markvörður á Íslandi í dag," sagði Rúnar.

„Hann hefur verið frábær fyrir okkur í vetur og hentar okkar leikstíl alveg gríðarlega vel. Ég hefði ekki kosið að hafa neinn annan í marki KR í sumar,"

KR mætir Stjörnunni
KR er spáð 2. sæti í Pepsi Max-deildinni en liðið mætir Stjörnunni í stórleik annað kvöld, laugardag.

Það eru nokkrir leikmenn á meiðslalista KR eins og fræðast má um hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner