Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 26. apríl 2019 13:30
Fótbolti.net
Líkleg byrjunarlið: FH - HK
Klukkan 16 á laugardag
Davíð Þór hefur verið að glíma við meiðsli.
Davíð Þór hefur verið að glíma við meiðsli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Arnarson kom til HK frá ÍBV.
Atli Arnarson kom til HK frá ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Flautað verður til leiks í Pepsi Max-deildinni í kvöld en fimm leikir verða á morgun. Þar á meðal er viðureign FH og HK.

Nær allir búast við öruggum sigri FH-inga sem spáð er þriðja sæti deildarinnar en HK er í neðsta sæti í nær öllum spám.



Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, hefur verið að glíma við hnémeiðsli og reiknar Fótbolti.net með því að hann muni ekki vera í byrjunarliðinu.

„Ég er byrjaður að æfa. Mér finnst mjög líklegt að ég geti, ef ég er nógu góður til að komast í hópinn, að ég verði valinn. Þetta fylgir því að vera orðinn 35 ára," sagði Davíð við Fótbolta.net í vikunni.



HK-ingar eru nýliðar í Pepsi Max-deildinni og leikmenn liðsins væntanlega sólgnir í að sanna að þeir eigi heima í deild þeirra bestu. Þeir hafa meðal annars fengið til sín Björn Berg Bryde, Arnþór Ara Atlason, Atla Arnarson og Emil Atlason í vetur. Þeir eru allir í líklegu byrjunarliði.

Pepsi Max-deildin:

föstudagur 26. apríl
20:00 Valur-Víkingur R. (Origo völlurinn)

laugardagur 27. apríl
14:00 Grindavík-Breiðablik (Grindavíkurvöllur)
14:00 ÍBV-Fylkir (Hásteinsvöllur)
16:00 FH-HK (Kaplakrikavöllur)
16:00 ÍA-KA (Norðurálsvöllurinn)
20:00 Stjarnan-KR (Samsung völlurinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner