Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 02. maí 2019 08:47
Elvar Geir Magnússon
Segir að skjót viðbrögð hafi bjargað Casillas
Casillas er að jafna sig.
Casillas er að jafna sig.
Mynd: Twitter
Iker Casillas hafði ekki hugmynd um að hann hefði fengið hjartaáfall fyrr en hann var kominn á sjúkrahús. Þetta segir umboðsmaður markvarðarins, Carlos Cutropia. Hann segir að það hafi bjargað Casillas að hjartaáfallið hafi komið þegar hann var að æfa með læknum nálægt sér. Casillas varð heimsmeistari með Spáni á sínum tíma en Cutropia segir að stærsti sigur hans í lífinu sé að vera að jafna sig á sjúkrahúsinu.

„Við erum svo gríðarlega þakklát læknaliði Porto sem kom Iker svona fljótt á sjúkrahús. Hann missti ekki meðvitund, honum leið illa en hugsaði ekki út í það að hann hefði fengið hjartaáfall. Hann vissi það ekki fyrr en hann hafði farið í aðgerð," segir Cutropia.

„Þetta hefur verið áfall fyrir alla, hann hefur aldrei haft nein einkenni og þetta hefur aldrei áður komið fyrir hann. Hefði þetta gerst heima hjá honum hefðu afleiðingarnar getað orðið skelfilegar."

Casillas birti mynd af sér á samfélagsmiðlum í gær þar sem hann þakkaði fyrir allar kveðjurnar. Á myndinni, sem fylgir fréttinni, er Casillas brosandi en talið er líklegt að hann nái sér að fullu og snúi aftur á fótboltavöllinn.

Hann verður 38 ára síðar í þessum mánuði en á ferli sínum hefur hann unnið marga stóra titla með Real Madrid og Spáni. Hann leikur nú fyrir Porto og varð portúgalskur meistari með liðinu á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner