Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 03. maí 2019 17:30
Arnar Daði Arnarsson
Betsy Hassett handleggsbrotnaði í gær - Getur spilað næsta leik
Betsy Hassett leikmaður KR.
Betsy Hassett leikmaður KR.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Betsy Hassett miðjumaður KR í Pepsi Max-deild kvenna þurfti að fara af velli í 1-0 tapi liðsins gegn HK/Víkingi í 1. umferð deildarinnar í gærkvöldi.

Boj­ana Besic, þjálf­ari KR, staðfesti við mbl.is í dag að Has­sett hefði brotið bein í úlnlið þegar hún meidd­ist snemma í seinni hálfleik. Has­sett féll illa við eft­ir bar­áttu við enda­mörk­in í sókn KR og mynda­taka eftir leik leiddi í ljós bein­brot.

„Ég veit ekki alveg með Betsy hún þurfti að fara strax útaf en við skoðum það betur þegar við komum inn í klefa. Ég vona að þetta sé ekki alvarlegt, þetta er leikmaður sem er að fara á HM og einn af lykil leikmönnunum hjá okkur," sagði Bojana í viðtali við Fótbolta.net eftir leik í gær.

Boj­ana seg­ir í samtali við Morgunblaðið að Has­sett sé nú kom­in með gifs og að sjúkraþjálf­ar­ar segi hana geta spilað með gifsið, jafn­vel strax í næsta leik. Þetta þýðir að Has­sett ætti að vera klár í slag­inn á HM þar sem Nýja-Sjá­land mæt­ir Hollandi í fyrsta leik 11. júní, en liðið er einnig í riðli með Kan­ada og Kam­erún.

KR mætir Val á heimavelli í 2. umferð Pepsi Max-deildarinnar næstkomandi miðvikudag.

Katrín Ómars­dótt­ir spilaði ekki í gær, eft­ir að hafa fengið högg í læri í æf­inga­leik gegn FH. Boj­ana seg­ir að Katrín verði hins veg­ar klár í slag­inn í næsta leik sem er við Val næsta miðviku­dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner