Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 08. maí 2019 19:46
Ívan Guðjón Baldursson
Umboðsmaður Bale: Zidane vill hann ekki
Mynd: Getty Images
Gareth Bale er líklega á förum frá Real Madrid í sumar eftir sex ára dvöl hjá félaginu.

Bale hefur ekki verið að gera sérlega góða hluti að undanförnu og er ekki í uppáhaldi hjá Zinedine Zidane sem ætlar að gjörbreyta leikmannahópi félagsins eftir slakt tímabil.

Jonathan Barnett, umboðsmaður Bale, segir kantmanninn vilja vera áfram í spænsku höfuðborginni og þá gæti Real lent í vandræðum með að losa sig við leikmanninn vegna launakrafna hans.

„Hann vill vera áfram hjá Real Madrid. Ég er ekki viss hvort Hr. Zidane vilji halda honum, en Gareth vill vera þarna áfram," sagði Barnett við Sky Sports

„Hann er samningsbundinn til 2022 og honum líður vel. Að mínu mati er Bale einn af þremur eða fjórum bestu leikmönnum heims. Hr. Zidane er ekki sömu skoðunar."

Barnett var þá spurður út í framtíð Bale og hvort það væri möguleiki að sjá hann í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

„Það er vissulega möguleiki. Til að það gerist þarf einhver að fara með höndina ofan í veskið og borga honum það sem hann á skilið að fá í laun. Það mun kosta mikinn pening."
Athugasemdir
banner
banner
banner