fim 16. maí 2019 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heyrði ljótan söng leikmanna City og hugsaði til bróður síns
Sean Cox.
Sean Cox.
Mynd: Skjáskot
Man City varð Englandsmeistari um liðna helgi.
Man City varð Englandsmeistari um liðna helgi.
Mynd: Getty Images
Bróðir Sean Cox hefur lítinn húmor fyrir laginu sem leikmenn Manchester City sungu í flugvél eftir að liðið tryggði sér Englandsmeistaratitlinn um síðustu helgi.

Sean Cox er stuðningsmaður Liverpool sem varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir líkamsárás fyrir leik gegn Roma á Anfield.

Myndband birtist á netinu þar sem leikmenn City syngja breytta útgáfu af „Allez, Allez, Allez" söngnum sem stuðningsmenn Liverpool hafa kyrjað.

Í breytta textanum er meðal annars sungið um að stuðingsmenn Liverpool séu lamdir úti á götu og að grátið sé í stúkunni.

City hefur neitað því að það sé verið að syngja um Sean Cox eða Hillsborough-slysið. En bróðir Sean Cox trúir þeirri yfirlýsingu ekki.

„Mér finnst þetta skelfilegt. Að syngja og kalla þessi orð, það er eins og þeim finnist það allt í lagi að fólk ráðist á annað fólk út á götu," sagði Martin, bróðir Sean, við útvarpsstöðina Radio City.

„Hvort sem þau segja að þetta sé um Sean eða ekki, þá er það fyrsta sem ég hugsa um árásin á Sean."

„Það er ekki langt síðan það var ráðist á stuðningsmann Manchester City í Þýskalandi. Ég skil ekki hvernig þeim finnst allt í lagi að syngja svona söngva."

Textinn í laginu hjá leikmönnum Man City var svohljóðandi:

„All the way to Kiev, To end up in defeat,
Crying in the stands, And battered on the streets,
Kompany injured Salah, Victims of it all,
Sterling won the double, The Scousers won f*** all,
Allez, allez, allez."

Athugasemdir
banner
banner
banner