Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 16. maí 2019 12:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 7. sæti: Wolves
Raul Jimenez var frábær.
Raul Jimenez var frábær.
Mynd: Getty Images
Nuno Espírito Santo er að gera frábæra hluti með Úlfana.
Nuno Espírito Santo er að gera frábæra hluti með Úlfana.
Mynd: Getty Images
Joao Moutinho var valinn bestur hjá Wolves.
Joao Moutinho var valinn bestur hjá Wolves.
Mynd: Getty Images
Willy Boly var traustur í vörninni, hann skoraði einnig fjögur mörk.
Willy Boly var traustur í vörninni, hann skoraði einnig fjögur mörk.
Mynd: Getty Images
Rui Patrício er aðalmarkvörður Wolves.
Rui Patrício er aðalmarkvörður Wolves.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram á sunnudaginn. Í þessum lið, enska uppgjörið er farið yfir tímabilið hjá liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Nú er komið að því að skoða gengi Wolves.

Wolves sem voru nýliðar í deildinni í ár náðu mjög góðum árangri. Liðið náði að stríða mörgum af stórliðunum og náði 7. sætinu sem gæti gefið sæti í Evrópudeildinni, þar að segja ef Watford vinnur ekki Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar á laugardaginn. Ef City vinnur Watford þá færist Evrópusætið fyrir sigur í bikarnum yfir á 7. sætið í deildinni þar sem Wolves er.

Nuno Espírito Santo er knattspyrnustjóri Wolves, hann var tilnefndur sem stjóri tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni ásamt Jurgen Klopp, Pep Guardiola og Mauricho Pochettino, ekki slæmur félagsskapur það!

Nuno er frá Portúgal og hefur mikið sótt leikmenn þangað, t.d. má nefna að markvörðurinn Rui Patricio kom síðasta sumar og Raul Jimenez kom á láni frá Benfica, hann sló heldur betur í gegn á Englandi í vetur og Wolves staðfesti það í byrjun apríl að þeir væru búnir að kaupa hann frá Benfica.

Wolves vann 16 leiki í vetur, gerði 9 jafntefli og endaði því með 57 stig. Sem fyrr segir frábær árangur hjá nýliðum, hinir tveir nýliðarnir féllu beint aftur niður í Championship deildina.

Besti leikmaður Wolves á tímabilinu:
Portúgalinn á miðjunni Joao Moutinho var valinn bestur hjá Wolves, hann skoraði eitt mark og lagði upp átta, Moutinho lék alla 38 deildarleiki Wolves í vetur.

Þessir skoruðu mörkin í vetur:
Raúl Jiménez: 13 mörk.
Diogo Jota: 9 mörk.
Willy Boly: 4 mörk.
Rúben Neves: 4 mörk.
Matt Doherty: 4 mörk.
Ivan Cavaleiro: 3 mörk.
Leander Dendoncker: 2 mörk.
Romain Saiss: 2 mörk.
Ryan Bennett: 1 mark.
Jonny: 1 mark.
Joao Moutinho: 1 mark.
Hélder Costa: 1 mark.
Adama Traoré: 1 mark.

Þessir lögðu upp mörkin:
Joao Moutinho: 8 stoðsendingar.
Raúl Jiménez: 7 stoðsendingar.
Matt Doherty: 5 stoðsendingar.
Diogo Jota: 5 stoðsendingar.
Rúben Neves: 3 stoðsendingar.
Hélder Costa: 2 stoðsendingar.
Léo Bonatini: 1 stoðsending.
Jonny: 1 stoðsending.
Ivan Cavaleiro: 1 stoðsending.
Morgan Gibbs-White: 1 stoðsending.
Adama Traoré: 1 stoðsending.

Spilaðir leikir:
Conor Coady: 38 leikir.
Matt Doherty: 38 leikir.
Raúl Jiménez: 38 leikir.
Joao Moutinho: 38 leikir.
Rui Patrício: 37 leikir.
Willy Boly: 36 leikir.
Rúben Neves: 35 leikir.
Ryan Bennett: 34 leikir.
Jonny: 33 leikir.
Diogo Jota: 33 leikir.
Adama Traoré: 29 leikir.
Morgan Gibbs-White: 26 leikir.
Hélder Costa: 25 leikir.
Ivan Cavaleiro: 23 leikir.
Leander Dendoncker: 19 leikir.
Romain Saiss: 19 leikir.
Rúben Vinagre: 17 leikir.
Léo Bonatini: 7 leikir.
Max Kilman: 1 leikur.
Will Norris: 1 leikur.
John Ruddy: 1 leikur.

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Vörn Úlfanna var góð í vetur, liðið fékk á sig jafn mörg mörk og Everton, 46. Aðeins fjögur lið fengu á sig færri mörk.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier leauge í vetur? Það var Mexíkóinn Raúl Jiménez sem fékk flest stigin, hann skoraði þrettán mörk í vetur og lagði upp sjö. Hann fékk 181 stig í Fantasy.

Í hvaða sæti spáði Fótbolti.net Wolves fyrir tímabilið?
Fótbolti.net spáði Wolves 11. sætinu fyrir tímabilið, þeir gerðu hins vegar mun betur en það og tóku sjöunda sætið.

Spáin fyrir enska - 11. sæti: Wolves

Fréttayfirlit: Hvað gerðist hjá Wolves á tímabilinu.
Einkunnir Wolves og Man City: Boly maður leiksins
Nuno stjóri mánaðarins - 10 stig af 12 mögulegum
Nuno: Áttum ekki skilið að vinna en gerðum það samt
Doherty og Coady framlengja við Wolves
Nuno: Viðbrögðin við markinu voru frábær
Raul Jimenez keyptur til Wolves á metfé (Staðfest)
England: Wolves skellti Arsenal

Enska uppgjörið.
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7. Wolves
8. sæti Everton
9. sæti Leicester City
10. sæti West Ham
11. sæti Watford
12. sæti Crystal Palace
13. sæti Newcastle
14. sæti Bournemouth
15. sæti Burnley
16. sæti Southampton
17. sæti Brighton
18. sæti Cardiff
19. sæti Fulham
20. sæti Huddersfield
Athugasemdir
banner
banner