Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 15. maí 2019 19:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Andri lagði upp í tapi - Lið Glódísar efst
Andri Rúnar Bjarnason.
Andri Rúnar Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Andri Rúnar Bjarnason lagði upp mark Helsingborg í 3-1 tapi gegn AIK í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Helsingborg jafnaði í 1-1 stuttu eftir að AIK hefði komist yfir. Max Svensson skoraði þá eftir undirbúning Andra Rúnars.

AIK komst aftur yfir rétt fyrir leikhlé og skoraði þriðja mark sitt um miðbik seinni hálfleiksins. Þar við sat og lokatölur 3-1 fyrir sænsku meistaranna í AIK.

Kolbeinn Sigþórsson lék ekki með AIK í leiknum vegna meiðsla.

AIK er í fjórða sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 17 stig, rétt eins og Malmö, Häcken og Hammarby; liðin í fjórum efstu sætunum. Helsingborg er í 14. sæti með átta stig.

Glódís á toppnum
Í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð lék Glódís Perla Viggósdóttir allan leikinn fyrir Rosengård þegar liðið vann 2-0 sigur á ríkjandi meisturum Piteå.

Rosengård er á toppnum með 13 stig eftir sex umferðir.

Það fór fram heil umferð í úrvalsdeild kvenna í kvöld. Íslendingalið Kristianstad gerði 1-1 jafntefli gegn Linköping á heimavelli. Sif Atladóttir og Svava Rós Guðmunsdóttir spiluðu allan leikinn á meðan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir kom inn af bekknum í seinni hálfleik.

Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad sem er í sjöunda sæti deildarinnar.

Guðrún Arnardóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir voru í vörninni hjá Djurgården í 3-1 tapi gegn Vittsjö. Guðbjörg Gunnarsdóttir var á bekknum. Djurgården byrjar tímabilið ekki vel og er í 11. sæti með aðeins þrjú stig.

Limhamn Bunkeflo er með einu stigi meira en Djurgården í sætinu fyrir ofan. LB07 gerði 2-2 jafntefli gegn Kungsbacka í dag og spilaði Andrea Thorisson rúmlega hálftíma.

Mjällby upp í annað sæti
Það var ekki bara leikið í úrvalsdeildum karla og kvenna í kvöld. Það var einnig leikið í B-deild karla. Þar er Mjällby komið upp í annað sæti deildarinnar.

Mjällby mætti Trelleborg í kvöld og vann þar 2-1 sigur eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik.

Gísli Eyjólfsson var í byrjunarliði Mjällby en var tekinn af velli undir lok leiksins. Óttar Magnús Karlsson kom inn á sem varamaður þegar rúmar 20 mínútur voru til leiksloka.

Milos Milojevic, sem þjálfaði áður Víking R. og Breiðablik hér á landi, stýrir Mjällby.
Athugasemdir
banner
banner
banner