Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 16. maí 2019 16:15
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 5. sæti: Arsenal
Unai Emery stýrði Arsenal í 5. sætið á sínu fyrsta tímabili með liðið.
Unai Emery stýrði Arsenal í 5. sætið á sínu fyrsta tímabili með liðið.
Mynd: Getty Images
Pierre-Emerick Aubameyang raðaði inn mörkunum.
Pierre-Emerick Aubameyang raðaði inn mörkunum.
Mynd: Getty Images
Alexandre Lacazette var valinn bestur hjá Arsenal.
Alexandre Lacazette var valinn bestur hjá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Aaron Ramsey kvaddi Arsenal eftir þetta tímabil, hann er að fara til Juventus.
Aaron Ramsey kvaddi Arsenal eftir þetta tímabil, hann er að fara til Juventus.
Mynd: Getty Images
Lucas Torreira kom til Arsenal síðasta sumar.
Lucas Torreira kom til Arsenal síðasta sumar.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram á sunnudaginn. Í þessum lið, enska uppgjörið er farið yfir tímabilið hjá liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Nú er komið að því að skoða gengi Arsenal í vetur.

Arsenal fór inn í þetta tímabil með nýjan stjóra, Arsene Wenger kvaddi Arsenal vorið 2018 og Unai Emery tók við liðinu síðasta sumar. Tímabilið byrjaði með tveimur stórleikjum hjá Arsenal, í 1. umferð fengu þeir Man City í heimsókn og í 2. umferð heimsóttu þeir Chelsea, tap var niðurstaðan í báðum þessum viðureignum.

Eftir þessi tvö töp í upphafi tímabils tapaði Arsenal ekki 14 deildarleikjum í röð. Þegar árinu 2018 lauk var Arsenal í 5. sæti með 38 stig, árið endaði hins vegar skelfilega fyrir Arsenal þar sem þeir töpuðu 5-1 fyrir Liverpool á Anfield þann 29. desember.

Arsenal komst ekki í Meistaradeildina í ár eftir að hafa lent í 5. sæti með 70 stig, það mátti þó litlu muna þar sem Tottenham var með stigi meira í 4. sæti og Chelsea þar næst fyrir ofan með 72 stig. Arsenal á þó enn möguleika á að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni með sigri á Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Arsenal hefur ekki lent í einu af fjórum efstu sætunum síðan tímabilið 2015/16.

Varnarleikurinn var ekki nægilega góður í vetur og því er ljóst að Unai Emery þarf að styrka hann í sumar til að reyna koma liðinu aftur í toppbaráttuna.

Besti leikmaður Arsenal á tímabilinu:
Frakkinn Alexandre Lacazette var valinn besti leikmaður tímabilsins hjá Arsenal, hann skoraði þrettán mörk og lagði upp átta í 35 deildarleikjum.

Þessir skoruðu mörkin í vetur:
Pierre-Emerick Aubameyang: 22 mörk.
Alexandre Lacazette: 13 mörk.
Henrikh Mkhitaryan: 6 mörk.
Mesut Özil: 5 mörk.
Aaron Ramsey: 4 mörk.
Granit Xhaka: 4 mörk.
Alex Iwobi: 3 mörk.
Laurent Koscielny: 3 mörk.
Shkodran Mustafi: 2 mörk.
Lucas Torreira: 2 mörk.
Ainsley Maitland-Niles: 1 mark.
Nacho Monreal: 1 mark.
Eddie Nketiah: 1 mark.
Sokratis: 1 mark.
Danny Welbeck: 1 mark.

Þessir lögðu upp mörkin:
Alexandre Lacazette: 8 stoðsendingar.
Alex Iwobi: 6 stoðsendingar.
Aaron Ramsey: 6 stoðsendingar.
Pierre-Emerick Aubameyang: 5 stoðsendingar.
Héctor Bellerín: 5 stoðsendingar.
Sead Kolasinac: 5 stoðsendingar.
Henrikh Mkhitaryan: 4 stoðsendingar.
Nacho Monreal: 3 stoðsendingar.
Mesut Özil: 2 stoðsendingar.
Sokratis: 2 stoðsendingar.
Lucas Torreira: 2 stoðsendingar.
Granit Xhaka: 2 stoðsendingar.
Ainsley Maitland-Niles: 1 stoðsending.
Danny Welbeck: 1 stoðsending.

Spilaðir leikir:
Pierre-Emerick Aubameyang: 36 leikir.
Alex Iwobi: 35 leikir.
Alexandre Lacazette: 35 leikir.
Lucas Torreira: 34 leikir.
Matteo Guendouzi: 33 leikir.
Bernd Leno: 32 leikir.
Shkodran Mustafi: 31 leikur.
Granit Xhaka: 29 leikir.
Aaron Ramsey: 28 leikir.
Henrikh Mkhitaryan: 25 leikir.
Sokratis: 25 leikir.
Sead Kolasinac: 24 leikir.
Mesut Özil: 24 leikir.
Nacho Monreal: 22 leikir.
Héctor Bellerín: 19 leikir.
Laurent Koscielny: 17 leikir.
Ainsley Maitland-Niles: 16 leikir.
Stephan Lichtsteiner: 14 leikir.
Rob Holding: 10 leikir.
Mohamed Elneny: 8 leikir.
Danny Welbeck: 8 leikir.
Petr Cech: 7 leikir.
Eddie Nketiah: 5 leikir.
Konstantinos Mavropanos: 4 leikir.
Denis Suárez: 4 leikir.
Carl Jenkinson: 3 leikir.
Joe Willock: 2 leikir.
Bukayo Saka: 1 leikur.

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Varnarleikurinn var ekkert sérstakur. Varnarleikurinn skánaði lítið sem ekkert frá því í fyrra, liðið fékk á sig 51 mark á þessu tímabili, í fyrra fengu þeir einnig á sig 51 mark. Það var eiginlega sama sagan með skoruð mörk Arsenal í vetur voru 73 í fyrra en í ár voru þau 74, þessi tölfræði breytist ekki mikið á milli ára!

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier league í vetur?
Pierre-Emerick Aubameyang raðaði inn mörkunum í vetur, hann fékk 205 stig í Fantasy leiknum vinsæla.

Í hvaða sæti spáði Fótbolti.net Arsenal fyrir tímabilið?
Fótbolti.net spáði hárrétt fyrir um gengi Arsenal í vetur, 5. sætið var spáin sem varð svo niðurstaðan.

Spáin fyrir enska - 5. sæti: Arsenal

Fréttyfirlit: Hvað gerðist hjá Arsenal á tímabilinu.
Torreira í skýjunum með samanburð við Vieira
Welbeck fór í aðra aðgerð - Tímabilið líklega búið
England: Arsenal hafði betur í einum fjörugasta leik ársins
Guendouzi um hártogið: Öfundsýki hjá Fellaini
Emery: Ættum að taka Liverpool til fyrirmyndar
Emery: Stærsta verkefnið að bæta varnarleikinn
Petr Cech hættir eftir tímabilið (Staðfest)
Wenger: Arsenal mun sakna Ramsey mikið
Emery: Áttum skilið að sigra
Arsenal getur orðið fimmta enska liðið í Meistaradeildinni

Enska uppgjörið.
1.
2.
3.
4.
5. Arsenal
6. sæti Man Utd
7. sæti Wolves
8. sæti Everton
9. sæti Leicester City
10. sæti West Ham
11. sæti Watford
12. sæti Crystal Palace
13. sæti Newcastle
14. sæti Bournemouth
15. sæti Burnley
16. sæti Southampton
17. sæti Brighton
18. sæti Cardiff
19. sæti Fulham
20. sæti Huddersfield
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner