mið 15. maí 2019 23:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hendrickx var veikur heima með „40 stiga hita"
Hendrickx í leik gegn Grindavík.
Hendrickx í leik gegn Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Belgíski bakvörðurinn Jonathan Hendrickx var ekki í leikmannahópi Breiðabliks gegn KA í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Eftir leikinn sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Blika, að hann hefði ekki verið með vegna veikinda.

„Það er belgískt félag sem hefur áhuga á honum og við höfum ákveðið að hleypa honum þangað í alvöru atvinnumennsku," sagði Gústi eftir 1-0 sigur gegn KA í kvöld.

Hendrickx fer þá væntanlega seinna í sumar.

„Hann er veikur núna og var með 40 stiga hita síðustu nótt. Við ákváðum það að hann myndi ekki fara í þetta ferðalag. Hann verður vonandi klár gegn Skaganum á sunnudag."

Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn á Akureyri í kvöld. Thomas Mikkelsen tryggði Blikum sigur með marki úr vítaspyrnu.
Ágúst Gylfason: Þeir herjuðu á okkur
Athugasemdir
banner
banner
banner