Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 16. maí 2019 09:03
Elvar Geir Magnússon
Pogba í auglýsingum fyrir nýja treyju Man Utd
Pogba í nýju treyjunni.
Pogba í nýju treyjunni.
Mynd: Man Utd
Manchester United hefur kynnt aðalbúning sinn fyrir næsta tímabil. Hann er að sjálfsögðu úr smiðju adidas og heiðrar liðið sem vann þrennuna undir stjórn Sir Alex Ferguson fyrir tuttugu árum.

Teddy Sheringham og Ole Gunnar Solskjær skoruðu dramatísk mörk í frægum 2-1 sigri gegn Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 1999 en sama ár vann United enska titilinn og FA-bikarinn.

Á annarri erminni á nýju treyjunni stendur 90+1 en á hinni 90+3 en það var í uppbótartíma sem mörk Sheringham og Solskjær komu.

Markvarðatreyjan nýja er fjólublá eins og treyja Peter Schmeichel var tímabilið 98/99.

Nýr búningur verður frumfluttur á vellinum þann 26. maí þegar haldið verður upp á 20 ára afmæli úrslitaleiksins við Bayern München með sýningarleik á Old Trafford. Ferguson mun snú aftur í boðvanginn og stýra United gegn Þjóðverjunum.

Paul Pogba er meðal þeirra leikmanna sem eru fyrirsætur fyrir nýja búninginn en slúðurblöðin tala um að hann vilji fara til Real Madrid í sumarglugganum.
Athugasemdir
banner